Hoppa yfir valmynd

Flugtölur

Isavia birtir tölfræði um farþegafjölda, flughreyfingar, vöruflutninga og umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið.

Áhugaverðar flugtölur







Snjó­mokstur á Reykjavíkur­flugvelli
vinnustundir vinnustundir
Snjó­mokstur á Akureyrar­flugvelli
vinnustundir vinnustundir

Flugtölfræði 2018

FARÞEGAR

Farþegahreyfingar um flugvelli Isavia í heild námu tæplega 10,6 milljónum árið 2018, en það var tæplega 11% aukning frá árinu 2017. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fjölgaði úr tæpum 8,8 milljónum í rúmlega 9,8 milljónir, eða um 12% milli ára. Hlutfallslega var mest fjölgun á Akureyrarflugvelli, um 70%, á Keflavíkurflugvelli 12%, Egilsstaðaflugvelli 10% en millilandafarþegum á Reykjavíkurflugvelli fækkaði um 3%. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr rúmlega 772 þúsund í rétt tæplega 737 þúsund, eða um tæp 5%.

Fjöldi farþega á öllum flugvöllum Isavia

Millilandafarþegar Innanlandsfarþegar
2009 1872423 815042
2010 2123256 738502
2011 2528215 781357
2012 2818926 751505
2013 3259968 695556
2014 3910244 675828
2015 4907486 692622
2016 6869659 749134
2017 8806029 771892
2018 9859122 737319

FLUGHREYFINGAR

Flughreyfingar á flugvöllum Isavia voru rétt rúmlega 193 þúsund árið 2018. Það var rúmlega 2% fækkun frá árinu áður. Flughreyfingar milli landa á íslenskum áætlunarflugvöllum voru rúmlega 72 þúsund og var það aukning um 9%. Aukningin varð mest á Egilsstöðum, tæp 16%, en rúmlega 9% á Keflavíkurflugvelli. Flughreyfingar innanlands á áætlunarflugvöllum voru tæplega 121 þúsund, sem var um 6% minnkun milli ára.

Fjöldi flughreyfinga

Innanlandsflug Millilandaflug
2009 124132 24957
2010 124940 25883
2011 106093 28856
2012 113408 30902
2013 115475 33435
2014 127527 37882
2015 133353 43089
2016 118274 54536
2017 128897 65528
2018 121493 71577

VÖRUFLUTNINGAR

Árið 2018 fóru alls tæplega 61 þúsund tonn af vörum um flugvelli félagsins og var það rúmlega 2% aukning frá fyrra ári. Vöruflutningar milli landa voru rétt tæplega 60 þúsund tonn árið 2018 en það var rétt tæplega 6% aukning milli ára. Vöruflutningar innanlands voru rúmlega 1.260 tonn árið 2018 og var það tæplega 7% minnkun frá fyrra ári.



Magn vöruflutninga (tonn)

Millilandaflutningar Innanlandsflutningar
2009 38598 1852
2010 36447 1669
2011 38191 1641
2012 40566 1681
2013 42705 1570
2014 43257 1546
2015 44980 1582
2016 49865 1763
2017 56286 1348
2018 59436 1261

Rúmlega 196 þúsund flugvélar fóru um íslenska flugstjórnarsvæðið árið 2018 og var það aukning um tæp 6% frá árinu 2017. Alls voru flognir tæplega 267 milljónir kílómetrar í íslenska úthafsflugstjórnarsvæðinu árið 2018. Rétt rúmlega fjórðungur flugumferðar á leið yfir Norður-Atlantshafið fer í gegnum íslenska flugstjórnarsvæðið sem er í umsjá Isavia. Svæðið hefur nokkra sérstöðu meðal úthafssvæða vegna sveigjanleika, bæði hvað varðar flugleiðir og flughæðir.

Fjöldi flugvéla sem fóru um flugstjórnarsvæðið

Fjöldi
2009 101503
2010 102275
2011 111489
2012 107998
2013 116326
2014 130856
2015 145891
2016 165636
2017 185296
2018 196001