FARÞEGAR
Farþegahreyfingar um flugvelli Isavia í heild námu tæplega 10,6 milljónum árið 2018, en það var tæplega 11% aukning frá árinu 2017. Millilandafarþegum um íslenska áætlunarflugvelli fjölgaði úr tæpum 8,8 milljónum í rúmlega 9,8 milljónir, eða um 12% milli ára. Hlutfallslega var mest fjölgun á Akureyrarflugvelli, um 70%, á Keflavíkurflugvelli 12%, Egilsstaðaflugvelli 10% en millilandafarþegum á Reykjavíkurflugvelli fækkaði um 3%. Innanlandsfarþegum fækkaði á sama tíma úr rúmlega 772 þúsund í rétt tæplega 737 þúsund, eða um tæp 5%.