Öryggi
Mikil áhersla er lögð á öryggi starfsmanna á vinnustað. Ef slys verður er það skráð sérstaklega og sér vinnuverndarfulltrúi Isavia um að greina slysið og leggur til úrbætur á aðbúnaði eða verklagi til að koma í veg fyrir að slys endurtaki sig. Slys eru skráð rafrænt og einnig var sérstakt átak gert í að gera starfsmenn meðvitaðri um „næstum slys“ með sérstökum hnapp á innri vef félagsins og plakötum var komið fyrir í hverju horni. Öryggisnefnd sem í sitja fulltrúar starfsmanna og fyrirtækisins fjalla um öll mál sem tengjast vinnuvernd starfsmanna. Þrettán öryggisfulltrúar og öryggistrúnaðarmenn mynda öryggisnefnd. Þessir fulltrúar sjá um eftirfylgni og eftirlit gangvart öryggi og heilsu starfsfólks.
Tilkynningum um vinnuslys hefur fækkað milli ára en fyrirtækið hefur lagt mikla áherslu á forvarnir vegna vinnuslysa. Á síðasta ári voru 56 vinnuslys tilkynnt, þar af voru ellefu fjarveruslys.