Í lok ársins 2017 setti Isavia sér markmið fyrir árið 2018 í tengslum við Ábyrga ferðaþjónustu og Loftslagssáttmála Reykjavíkurborgar og Festu. Eitt af þeim markmiðum var að auka hlutfall flokkaðs úrgangs um að minnsta kosti 5% á hvern farþega. Stór skref hafa verið tekin í aukinni sorpflokkun á árinu, sérstaklega á Keflavíkurflugvelli þar sem flokkun á lífrænu sorpi frá rekstraraðilum hófst í lok árs. Isavia náði markmiði sínu um aukið hlutfall flokkaðs úrgangs. Árið 2017 var hlutfall flokkaðs sorps á hvern farþega 20% en árið 2018 var hlutfallið komið upp í 27%.
Hlutfall flokkaðs sorps á hvern farþega
Ár | 2016 | 2017 | 2018 | |||
---|---|---|---|---|---|---|
Flokkað per farþega | 0,027 kg | 14 % | 0,040 kg | 20 % | 0,045 kg | 27 % |
Óflokkað per farþega | 0,160 kg | 86 % | 0,160 kg | 80 % | 0,123 kg | 73 % |
Samtals per farþega | 0,187 kg | 100 % | 0,200 kg | 100 % | 0,168 kg | 100 % |
Endurvinnsluhlutfall
tonn | |
---|---|
Til förgunar | 1303 |
Til endurvinnslu | 475 |