Hoppa yfir valmynd

MANNAUÐUR

Mannauður Isavia

Isavia leitast við að vera eftirsóttur vinnustaður og er meginmarkmið mannauðsstefnu Isavia að stuðla að almennri starfsánægju, góðum starfsanda og framúrskarandi þjónustu hjá starfsfólki Isavia og dótturfélaga. Gildi Isavia þjónusta, samvinna og öryggi endurspeglast í þeim áherslum sem Isavia leggur til grundvallar í mannauðsmálum. Aukin samkeppni á vinnumarkaði og breyttar þarfir vinnumarkaðarins kalla á að stjórnendur skapi hvetjandi starfsumhverfi til að laða að metnaðarfullt og hæft starfsfólk.

Isavia kappkostar að gera starfsfólki sínu kleift að samhæfa starf og fjölskylduábyrgð, fyrirtækinu til hagsbóta og starfsfólki til aukinna lífsgæða. Fjölskylda og nánustu aðstandendur eru ein mikilvægasta undirstaðan fyrir farsælan starfsferil og árangur í starfi. Því er mikilvægt að jafnvægi ríki milli vinnu og einkalífs. Starfsfólk á að vinna störf sín af alúð og samviskusemi og bera virðingu hvert fyrir öðru. Forsenda þess að Isavia geti veitt viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu er að starfsfólk búi sjálft við öryggi og ánægju í starfi.

Vinnustaðagreiningar eru að jafnaði framkvæmdar á tveggja ára fresti, síðast árið 2018. Stofnaðir eru úrbótahópar sem hafa það verkefni að vinna með niðurstöður vinnustaðagreininga með það að markmiði að auka starfsánægju og vellíðan í starfi.  Stjórnendur eru hvattir til að framkvæma frammistöðusamtöl reglulega og á samtalið að gefa starfsmanni og stjórnanda færi á að ræða verkefni, möguleg vandamál og aðgerðir til úrbóta.

Hjá Isavia starfar fjölbreyttur hópur starfsfólks á hinum ýmsu starfsstöðvum um allt land. Í árslok 2019 var fjöldi starfsfólks hjá Isavia 1.155, 34% konur og 66% karlar. Starfsfólki fækkaði á milli ára. Hjá Fríhöfninni, dótturfélagi Isavia, starfa um 180 manns. Meðalaldur starfsfólks er 41,7 ár og meðalstarfsaldur hjá Isavia og fyrirrennurum þess er 8,4 ár.

Fjöldi starfsfólks eftir aldri og kyni GRI 405-1

Karlar Konur
Yngri en 30 ára 146 107
30 - 50 ára 372 197
Eldri en 50 ára 249 84

Vinnumarkaðurinn

Isavia starfar á almennum vinnumarkaði, leggur áherslu að eiga gott samstarf við stéttarfélög og fylgir almennum kjarasamningum sem Samtök atvinnulífsins hafa gert fyrir hönd félagsins við fjölmörg stéttarfélög. Sérstakir kjarasamningar eru við Landssamband slökkviliðsmanna (LSS), Félag flugmálastarfsmanna ríkisins (FFR), Sameyki (SFR) og Félag íslenskra flugumferðastjóra (FÍF).

Uppsagnarfrestur starfsfólks er samkvæmt viðeigandi kjarasamningum og getur verið ólíkur eftir starfs- og lífaldri. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur og eru allar uppsagnir skriflegar.
Isavia fylgir lögum og reglum um vinnumarkaðinn og mannréttindi og ræður ekki fólk undir 18 ára aldri í vinnu.

Ráðningar

Isavia leggur áherslu á að ráða til starfa hæfasta starfsfólk sem völ er á hverju sinni og allar ráðningar byggjast á hæfni, menntun og starfsreynslu. Við ráðningar og framgang í starfi er fylgt jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun Isavia.  Tekið er vel á móti nýju starfsfólki og því veitt tækifæri til aðlögunar og starfsþjálfunar. Því er mikilvægt að allir taki höndum saman til að lágmarka þann tíma sem það tekur að gera nýtt starfsfólk virkt og ánægt. Í þessu felst t.d. nýliðanámskeið, skýrar starfslýsingar, kynning á samstarfsfólki, vinnustað o.fl. Isavia leggur áherslu á stundvísi og að starfsfólk sinni starfi sínu af trúmennsku.

Alls voru um 250 ráðningar í störf hjá Isavia árinu 2019 og þar af voru um 180 sumarráðningar. Starfsmannaveltan var um 14% á árinu. Starfsmannaveltan er misjöfn eftir störfum og sviðum.

Starfslok starfsfólks miðast við lok þess mánaðar sem 67 ára lífaldri er náð, en félagsmenn Félags íslenskra flugumferðarstjóra ljúka störfum við 63 ára aldur. Isavia býður upp á starfslokanámskeið sem ætlað þeim sem nálgast starfslokaaldur og er mökum boðið með á námskeiðið. Á námskeiðinu er farið yfir gagnlegar upplýsingar og fjallað um þessi tímamót á starfsævinni. Árið 2019 sóttu 25 starfsmenn slíkt námskeið.


Starfsmannavelta eftir aldri og kyni GRI 401-1

2019AldurHefur störf%Hætt störfum%
Konurundir 30 ára1856%3151%
30 -50 ára1341%1931%
yfir 50 ára13%1118%
Samtals32100%61100%
Karlarundir 30 ára1847%3637%
30 -50 ára1539%3536%
yfir 50 ára513%2627%
Samtals38100%97100%

Starfsaldur hjá Isavia

fjöldi
0-5 ár 59
6-10 ár 15
11-15 ár 9
16-20 ár 5
21-25 ár 3
26-30 ár 2
meira en 31 ár 7

Heildarfjöldi starfsfólks GRI 102-8

StarfsfólkKonur%Karlar %Samtals%
Heildarfjöldi starfsfólks38834%76766%1155100%
Full vinna29826%70761%100587%
Hluta vinna908%605%15013%
Ráðningarsamband
Tímabundin ráðning242%272%514%
Fast ráðning36432%74064%110496%



Aldursdreifing starfsfólks GRI 405-1

Karlar Konur
undir 30 ára 146 107
30 til 50 ára 372 197
yfir 50 ára 249 84

Aldurssamsetning stjórnenda GRI 405-1

samtals
undir 30 ára 1
30 til 50 ára 54
yfir 50 ára 45

Starfsmannafélag Isavia og dótturfyrirtækja, Staffið, stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur fjölda viðburða fyrir félagsmenn, t.d. fjölskyldudag á sumrin, jólahlaðborð, bíóferðir og keilukvöld. Auk þess hefur félagið samið um afsláttarkjör fyrir starfsfólk hjá ýmsum fyrirtækjum. Öllu starfsfólki býðst aðild að Staffinu. Félagið leggur áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, öfluga fræðslu og þjálfun og jákvæðan starfsanda.

Fæðingarorlof

Isavia leggur áherslu á að koma til móts við óskir starfsfólks vegna fæðingarorlofs og mæta þörfum þeirra með sveigjanleika við endurkomu til starfa að því loknu. Alls fóru 78 starfsmenn í fæðingarorlof á árinu 2019, 43 konur og 35 karlar. Konur kjósa að verja lengri tíma í fæðingarorlof og nýta sameiginlegan rétt foreldra. Á árinu 2018 fór 91 starfsmaður í fæðingarorlof og 74 af þeim voru enn starfandi 12 mánuðum seinna.

Foreldraorlof GRI 401-3

Ár201920182017
FæðingarorlofKonurKarlarSamtalsSamtalsSamtals
Heildarfjöldi starfsfólk sem tók fæðingarorlof4335789169
Heildarfjöldi starfsfólks sem sneri tilbaka úr fæðingarorlofi3634708869
Heildarfjöldi starfsfólks sem sneri tilbaka úr fæðingarorlofi og var enn í starfi 12 mánuðum seinnaxxx7461

Fjöldi sem tók fæðingarorlof eftir kyni GRI 401-3

í prósentum
Karlar 45
Konur 55

Störf hjá Isavia

 

Heilsa og vinnuumhverfi

Isavia leggur áherslu á að efla vitund starfsfólks um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi og sýna með þeim hætti fram á, að félaginu er annt um heilsu þess og öryggi. Markmið félagsins er að stuðla að aukinni andlegri og líkamlegri vellíðan starfsfólks, að búa því gott vinnuumhverfi og að mæta andlegum, félagslegum og líkamlegum þörfum starfsfólks á vinnustaðnum.

Isavia leggur áherslu á að allt starfsfólk þekki kröfur sem gerðar eru til þeirra og snerta öryggi, þar með talin lög og reglur um vinnuvernd. Aðstæður á vinnustað hafa áhrif á heilsu starfsfólks því vill félagið búa því öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Isavia hvetur og styrkir starfsfólk sitt til að stunda reglubundna líkamsrækt og lifa heilbrigðu lífi.
Starfsfólki gefst kostur á að leita til þjónustuvers Vinnuverndar og fá ráðleggingar vegna eigin veikinda eða fjölskyldumeðlima, einnig eru hjúkrunarfræðingar Vinnuverndar reglulega til viðtals á stærstu starfsstöðvum félagsins.

Starfsfólki stendur til boða þjónusta frá sálfræðingum, en Isavia hefur gert samning um slíka þjónustu hjá sálfræðistofu. Starfsfólk getur fengið áfallahjálp í kjölfar alvarlegra atvika, stuðning vegna samskiptavanda á vinnustað og ráðgjöf í málum sem snúa að vinnustaðnum.

FRÆÐSLA OG Þjálfun

Það er stefna Isavia að tryggja öllu starfsfólki viðeigandi þjálfun og stuðla að því að það hafi þá hæfni sem til þarf til að ná góðum árangri í störfum sínum. Starfsfólk ber einnig sjálft mikla ábyrgð á því að viðhalda eigin menntun og færni. Við upphaf starfs fá allir senda rafræna nýliðakynningu og afhentan kynningarbækling. Síðan tekur við þjálfun eftir þjálfunaráætlun viðkomandi hópa.

Þjálfun flugverndarstarfsfólks, flugvallarstarfsfólks og flugumferðastjóra fylgir þjálfunaráætlunum sem samþykktar eru af Samgöngustofu. Aðrir minni hópar fylgja þjálfunaráætlun sem tekur mið af störfum þeirra og hæfnikröfum fyrir hvert starf fyrir sig. Þjálfunaráætlun starfsfólks byggist yfirleitt á fornámi sem inniheldur stafræn námskeið, grunnnámi sem er blanda af bóklegum námskeiðum og verklegri þjálfun og starfsþjálfun sem fer fram á starfsstöð. Reglubundin þjálfun og endurmenntun eru hluti af daglegum störfum meirihluta starfsfólks.

Við lok nýliðaþjálfunar fer flest starfsfólk sem vinnur í framlínu í hæfnimat. Einnig fer fram formlegt námsmat í lok námskeiða í formi skriflegra prófa og krossaprófa. Reglulega er gæði kennslunnar metin með námskeiðsmati.

Sérstaða félagsins í fræðslu og þjálfun snýr að því að flestir hljóta sína grunnþjálfun hjá Isavia og er það starfsfólk félagsins sem sér um að leiðbeina. Þeir sem sinna fræðslu innan fyrirtækisins fá til þess sérstaka þjálfun. Síðustu árin hefur í auknu mæli verið boðið upp á blandað nám þar sem bókleg kennsla fer fram á námsvef Isavia en verkleg kennsla á starfsstöð. Lögð er áhersla á fjölbreyttar kennsluaðferðir og er mikið notast við upplýsingatækni í miðlun. Fjölmörg námskeið sem áður voru kennd í kennslustofu eru nú stafræn og vistuð í námsumsjónarkerfi félagsins. Öll fræðsla og þjálfun sem starfsfólk Isavia sækir eru skráð í mannauðskerfið Kjarna, bæði þjálfun sem er veitt innanhúss og námskeið sem starfsfólk sækir utan Isavia.

Auk þess að sinna þjálfun sem bundin er regluverki er stöðug leit að fræðslu sem eflir starfsfólk bæði faglega og persónulega. Fjölbreytt úrval slíkra námskeiða er í boði á hverju ári. Við val á námskeiðum er tekið mið af stefnu félagsins, gildum og þeim verkefnum sem eru í gangi. Einnig hafa niðurstöður vinnustaðagreininga áhrif á val á innihaldi fræðslunnar.

Stjórnendaþjálfun

Árlega er boðið upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem eru sérstaklega ætluð stjórnendum. Markmið Isavia er að allir sem eru með mannaforráð fái grunnþjálfun í stjórnun. Í vinnslu eru þjálfunaráætlanir fyrir stjórnendur og eru þær þrepaskiptar eftir því í hvaða stöðu stjórnandi er. Áherslur í þjálfun stjórnenda hafa flust mikið yfir á mýkri þætti eins og samskipti, traust og aðlögunarhæfni. Einnig hefur verið lögð áhersla á stjórnun verkefna, tímastjórnun og hæfni til að takast á við erfið starfsmannamál. Meðalfjöldi klukkustunda í þjálfun stjórnenda voru 28 klst. miðað við 46 klst. fyrir annað starfsfólk.

Styrkir til náms og samstarf við almenna skólakerfið

Hjá Isavia bjóðast starfsfólki styrkir til að sækja nám utan félagsins t.d. meistaranám eða annað nám sem er líklegt til að styrkja það í núverandi starfi. Starfsfólk Isavia tekur árlega þátt í fjölbreyttu samstarfi við almenna skólakerfið í landinu. Nemendur á öllum skólastigum koma í kynnisferðir á starfsstöðvar félagsins. Störf eru kynnt á starfsgreinakynningum fyrir grunnskólanemum og á framadögum fyrir háskólanemum. Isavia og Háskólinn í Reykjavík eru með samning um samfjármagnaðar rannsóknir auk þess sem félagið tekur á móti starfsnemum frá HR.

Umfjöllun um tölurnar

Fræðslustundir námu 52.666 klukkustundum árið 2019 og jafngildir það því að allir starfsmenn félagsins hafi hlotið um 46 klukkustundir í þjálfun á árinu. Um 90% af fræðslustundum ársins eru vegna grunnþjálfunar, endurmenntunar, starfs- og síþjálfunar sem starfsmenn þurfa á að halda til að viðhalda réttindum og hæfni til að sinna störfum sínum. Þetta eru starfsmenn flugleiðsögu, flugverndar og flugvallarþjónustu. Starfsmenn annarra sviða og deilda sækja einnig námskeið og fræðslufundi innanlands og erlendis.

Árið 2018 var metár hvað varðar meðalfjölda fræðslustunda á hvern starfsmann en talan lækkar töluvert árið 2019. Helstu skýringar á þessari lækkun eru; færri nýráðningar og mun færra sumarstarfsfólk. Einnig var þjálfunarbann í gildi hjá Flugleiðsögusviði hálft árið sem þýddi að nemar þurftu að fresta starfsþjálfun sinni og öll þjálfun dróst saman. Árið 2018 var ráðist í átak í bæði endurmenntun atvinnubílstjóra, fræðslu um nýja persónuvernd og kynningar á félagslegu umhverfi sem kallaði á margar fræðslustundir. Þessi fræðsla var mun umfangsminni árið 2019 sem einnig skýrir muninn.

Meðalfjöldi fræðslustunda á hvern starfsmann GRI 404-1

SviðKarlarKonurAlls fjöldi stunda
Flugleiðsögusvið12.9397.27220.211
Flugvallasvið4.0591.8025.861
Rekstrarsvið KEF16.6127.85824.470
Tækni- og eignasvið KEF707201907
Viðskiptasvið KEF37074444
Fjármálasvið71159230
Mannauður og stefnumótun23171194
Þróun og stjórnun84266350
Samtals34.86317.80252.666
Meðalfjöldi klst.í þjálfun eftir kyni45,545,9

Jafnrétti

Isavia leggur ríka áherslu á að efla félagslega umhverfið innan fyrirtækisins. Í siðareglum félagsins kemur fram að starfsfólk skuli bera virðingu fyrir störfum hvert annars og mismuni ekki hvert öðru eða viðskiptavinum vegna kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs eða stöðu að öðru leyti. Öllum starfsmönnum eru kynntar siðareglur fyrirtækisins og eru þær aðgengilegar á innri- og ytri vef Isavia.

Áhersla er lögð á líkamlegt og andlegt heilsufar starfsmanna, gagnkvæma virðingu, umburðarlyndi og stuðning þeirra á meðal. Starfsmenn Isavia vinna saman sem ein heild sem felst í því að vinna í anda samstarfs og sýna þannig samstarfsfólki kurteisi og virðingu í samskiptum. Starfsmenn eru sammála um að einelti og önnur sálfélagsleg áreitni, svo sem kynbundin og kynferðisleg áreitni, verði undir engum kringumstæðum umborin. Meðvirkni starfsmanna í slíkum tilvikum er jafnframt ekki liðin.

Heildarfjöldi stjórnenda eftir kyni GRI 405-1

samtals
Konur 23
Karlar 77

Hluti af nýliðafræðslu fyrirtækisins snýr að félagslega umhverfinu þar sem meðal annars jafnréttisstefna félagsins og viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri sálfélagslegri áreitni eru kynntar. Í viðbragðsáætluninni kemur meðal annars fram hvaða aðstoð er í boði innan fyrirtækisins og hjá stéttarfélögum. Lögð er áhersla á að tilkynningarleiðir séu ljósar,  starfsfólk viti hvert á að leita og boðleiðir séu skýrar fyrir þolanda og geranda. Á árinu 2019 bárust átta tilkynningar um einelti, kynferðislegt og/eða kynbundið áreiti. Unnið var úr þeim samkvæmt áætlunum félagsins.

Allir framlínustarfsmenn á Keflavíkurflugvelli fá fræðslu um einkenni mansals. Námskeiðið er ætlað til að efla vitund starfsmanna í framlínu, fjallað er um hvað mansal er, helstu gerðir mansals, hvernig megi greina það og hvert eigi að tilkynna grun um mansal. Námskeiðið er einnig aðgengilegt fyrir ýmsa hagaðila bæði innanlands og utan.

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Isavia og viðbragðsáætlun gegn einelti og annarri sálfélagslegri áreitni miða meðal annars að því að auka almenna starfsánægju og bæta starfsanda. Tilgangur jafnréttisáætlunar er að tryggja fyllsta jafnrétti milli kvenna og karla á vinnustaðnum með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsmanna til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Jafnréttisáætlunin tekur á launajafnrétti, lausum störfum, starfsþjálfun sí- og endurmenntun og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Einnig skal tryggt að kynferðisleg áreitni, kynbundið áreiti og kynbundið ofbeldi sé ekki liðið á vinnustaðnum. Með jafnréttisáætluninni skal tryggt að starfsmönnum sé ekki mismunað á nokkurn hátt svo sem vegna kyns, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar, litarháttar, efnahags, ætternis, fötlunar, aldurs og stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisáætlun er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Viðbragðsáætlunin er sett á grundvelli 38. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, og reglugerðar nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

JAFNLAUNAVOTTUN

Isavia hefur lokið jafnlaunavottun sem staðfest hefur verið af Jafnréttisstofu. Útskýrður kynbundinn launamunur er 1,4%. Markmið með innleiðingu jafnlaunakerfisins skv. jafnlaunastaðlinum (ÍST:85 2012) er að viðhalda launajafnrétti hjá félaginu.  Þá skuldbindur félagið sig jafnframt til að vinna að stöðugum umbótum á þessu sviði, hafa eftirlit með viðmiðum og bregðast við frávikum sem upp kunna að koma.

Við ákvörðun launa skal gæta fyllsta jafnréttis. Greiða skal jöfn laun og starfsmenn skulu njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf og skulu þau viðmið sem lögð eru til grundavallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun.