Heildarsorpmagn ársins 2019 var heldur minna en árin tvö á undan. Á árinu 2019 fóru tæp 195 tonn af óflokkuðum úrgangi til urðunnar og 655 tonn til brennslu. Endurvinnsluhlutfall Isavia árið 2019 var 41% en Isavia hafði sett sér markmið um að hlutfallið yrði 35% við lok árs 2020. Þegar leið á árið 2019 var ljóst að hlutfallið yrði yfir markmiðinu og því ákveðið að setja nýtt markmið fyrir 2020, um 40% flokkunarhlutfall.
Nú liggur fyrir að því markmiði er þegar náð, en næsta markmið er fyrir árið 2025 og vinna hafin við að auka flokkun enn frekar en jafnframt leita leiða til þess að draga úr myndun sorps í starfseminni. Isavia setti sér einnig markmið um að auka hlutfall endurvinnanlegs sorps um að minnsta kosti 5% á hvern farþega milli ára. Það markmið náðist einnig, en hlutfall endurvinnanlegs sorps fór úr 27% árið 2018 í 41% á síðasta ári.
Hlutfall flokkaðs sorps á hvern farþega GRI 306-2
Ár | 2016 | 2017 | 2018 | 2019 | ||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Flokkað per farþega | 0,027 kg | 14 % | 0,040 kg | 20 % | 0,045 kg | 27 % | 0,075 kg | 41% |
Óflokkað per farþega | 0,160 kg | 86 % | 0,160 kg | 80 % | 0,123 kg | 73 % | 0,107 kg | 59% |
Samtals per farþega | 0,187 kg | 100 % | 0,200 kg | 100 % | 0,168 kg | 100 % | 0,182 kg | 100% |
Isavia hóf söfnun á lífrænum úrgangi frá starfsstöðvum í Reykjavík til viðbótar við þær starfsstöðvar sem eru víðsvegar um landið, og Keflavíkurflugvöll, og skilaði það einnig miklum árangri í að draga úr umfangi almenns sorps. Farið var í verkefni til að vekja starfsmenn og aðra til umhugsunar um matarsóun með fræðslu á innri vef Isavia, skilaboðum á ísskápum og á kaffistofum. Einnig vann umhverfisdeild Keflavíkurflugvallar náið með rekstraraðila mötuneytis á Keflavíkurflugvelli að átaki gegn matarsóun, þar sem gerðar voru vigtunarathuganir og skilaboðum og niðurstöðum mælinga komið á framfæri við gesti á upplýsingaskjá í mötuneyti.
Endurvinnsluhlutfall
tonn | |
---|---|
Til förgunar | 1303 |
Til endurvinnslu | 475 |