Hoppa yfir valmynd

LOFTSLAGSMÁL

ORKUNOTKUN

Eldsneytisnotkun er veigamesti umhverfisþátturinn í annars orkufrekri starfsemi Isavia. Vel er fylgst með eldsneytisnotkun í starfseminni og unnið að því að draga úr þar sem hægt er. Stærsti hluti notkunarinnar er vegna þjónustu og viðhaldi á brautum og athafnasvæðum flugvallanna. Þó umfang hennar tengist að einhverju leyti farþegafjölda, þá er hún að mestu háð veðri og því geta orðið sveiflur, einkum þegar sinna þarf vetrarþjónustu í marga daga á ári.

Veturinn 2018-2019 taldi 157 daga af vetrarþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Það er frá fyrsta degi að síðasta degi vetrarþjónustu. Við snjóhreinsun voru unnar 5240 vélastundir, eða 33 vélastundir að meðaltali á sólarhring.

Isavia vinnur eftir aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum. Þar eru settar fram ýmsar aðgerðir sem eiga að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Isavia. Aðgerðirnar snúa meðal annars að endurnýjun bílaflota, skynsamlegri nýtingu auðlinda, aukinni rafvæðingu og kolefnisjöfnun.

Í lok árs 2019 var samþykkt uppfærð aðgerðaáætlun sem gildir til næstu tveggja ára.

Bein orkunotkun

Verulega dró úr eldsneytisnotkun Isavia frá því á síðasta ári þegar horft er til heildareldsneytisnotkunar eða um 25% á milli ára. Eldsneytisnotkun á hvern farþega jókst aftur á móti um 18% á milli ára  vegna fækkunar farþega.  Markmið Isavia fyrir árið 2019 var að draga úr notkun eldsneytis á hvern farþega um 4% og var því markmiði ekki náð.

Bein orkunotkun GRI 302-1 og minnkun á orkunotkun GRI 302-4

Tegund20152016201720182019Eining
Bensín45.665 47.13140.76939.96423.127lítrar
Dísil751.722714.574819.696893.326692.992lítrar
Flugbensínxx62.46877.52015.509lítrar
Á hvern farþega0,1480,1060,0960,0950,112lítrar

Stærsti hluti orkunotkunarinnar er vegna þjónustu og viðhaldi á brautum og athafnasvæðum flugvallanna. Þó umfang hennar tengist að einhverju leyti farþegafjölda, þá er hún að mestu háð veðri og því geta orðið sveiflur milli ára.

Óbein orkunotkun

Á síðasta ári var raforkunotkun Isavia 23.440.870 kWh sem er minni notkun en síðustu tvö ár á undan. Það er þó viðbúið að á næstu árum muni raforkunotkun aukast, bæði með stækkunum á Keflavíkurflugvelli, sem og aukinni uppsetningu og notkun á raforkufrekum innviðum, s.s. jarðtengingum fyrir flugvélar og hleðslustöðvum fyrir bíla og önnur ökutæki. Notkun Isavia á heitu vatni minnkaði árið 2019 og var 744.823 rúmmetrar miðað við notkun upp á 901.089 rúmmetra árið 2018. 

Á starfsstöðvum Isavia í Reykjavík, þ.e. Flugstjórnarmiðstöð, turninum við Reykjavíkurflugvöll og Flugfjarskiptum í Gufunesi, voru notaðar 27.706 kWh í gegnum hleðslustöðvar einkum til þess að hlaða bíla starfsmanna á meðan þeir eru í vinnunni. Það er áætlaður akstur uppá 223.435 km, eða um 169 hringir í kringum landið.

Isavia lauk útboði á raforku á árinu 2019. Gerð var krafa um að seljandi afhendi Isavia einvörðungu endurnýjanlega raforku.

Raforkunotkun GRI 302-2

Ár kWh
2016 22843018
2017 29421110
2018 28682370
2019 23440870

Losun gróðurhúsalofttegunda (GHL)

Bein losun Gróðurhúsalofttegunda í gegnum orkunotkun      UMfang  1

Beina losun gróðurhúsalofttegunda Isavia má rekja til eldsneytisnotkunar. Árið 2019 var bein losun gróðurhúsalofttegunda Isavia vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti 2310 t CO2e . Það er töluvert minna en síðustu ár á undan.

Isavia gerði á vordögum 2019 samninga við Kolvið og Votlendissjóð um kolefnisjöfnun á eldsneytisnotkun Isavia til þriggja ára, afturvirkt um eitt ár. Það þýðir að árin 2018, 2019 og 2020 mun Isavia kolefnisjafna alla beina losun í starfseminni.


Bein losun gróðurhúsalofttegunda Umfang 1 GRI 305-1

Ár tonn
2016 2146
2017 2458
2018 2694
2019 2310

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í gegnum orkunotkun  Umfang 2

Á árinu gerði Isavia raforkusamning við HS veitur. Sá samningur felur í sér að öll raforka sem Isavia kaupir skuli vera frá endurnýjanlegum auðlindum og laus við álögur vegna sölu uppruna ábyrgða. Sú orka sem Isavia notar í starfsemi sinni í formi rafmagns eða hita, kemur frá fjarvarmaveitum eða vatnsaflsvirkjunum. Í báðum tilfellum er um að ræða endurnýjanlega orkugjafa sem valda lítilli losun gróðurhúsalofttegunda. Óbein losun vegna hita og rafmagns er því lítil sé horft til framleiðslu rafmagns með öðrum leiðum. Samkvæmt Umhverfisstofnun er meðal losun raforkuframleiðslu 8,8 gr kolefnisígilda á hverja kílóvattstund. Óbein losun Isavia í gegnum raforkunotkun árið 2019 voru 206 t CO2.

Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum orkunotkun Umfang 3

Til losunar í umfangi 3, óbeinnar losunar í starfseminni, má meðal annars telja meðhöndlun sorps og ferðir starfsmanna. Síðustu ár hefur Isavia notað Loftslagsmæli Festu til þess að áætla kolefnislosun vegna umfangs 3. Árið 2019 er fyrsta heila árið sem Isavia nýtir umhverfisvöktunarkerfi Klappa. Með því hefur komist betri mynd á kolefnislosun. Isavia hefur fram að þessu notað losunarstuðla fyrir urðun sorps fyrir allt sorp sem fer ekki til endurvinnslu. Hluti almenns sorps frá Keflavíkurflugvelli fer þó ekki í urðun, heldur í brennslu í brennslustöðinni Kölku í Reykjanesbæ. Með því að nýta kerfi Klappa hefur Isavia fengið nákvæmari upplýsingar um losunarstuðul fyrir sorp sem fer til brennslu og það skýrir mun lægra kolefnisfótspor frá meðhöndlun sorps en áður hefur verið gefið upp. Í ljósi þessa hefur heildarlosun ársins 2018 verið endurreiknað. Losun kolefnisígilda við urðun og brennslu á sorpi Isavia árið 2019 voru 59 tonn.

Minnkun á losun GHL GRI 305-5



201720182019
Losun GHL v/urðunar og förgunartonn CO2665959
Losun GHL v/rafmagnstonn CO2206338206
Losun GHL v/eldsneytistonn CO22.4582..6942.310
Heildarlosun GHLtonn CO22.7233.0982.575
Kolefnisjöfnuntonn CO202..6942.310 
Heildarlosun með kolefnisjöfnuntonn CO22.723404265
Losun per farþegatonn CO20,370,290,32



Bein losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega jókst lítillega á milli áranna 2018 og 2019. Ef horft er til lengri tíma, eða frá 2015, þá hefur losun á hvern farþega dregist saman. Skarpur samdráttur í farþegafjölda í tengslum við brotthvarf WOW air, setur þennan mælikvarða úr skorðum. Áfram dregur úr heildarlosun og losun frá stórum þáttum líkt og eldsneytisnotkun heldur áfram að dragast saman. Lækkun varð á beinni losun GHL vegna eldsneytisnotkunar, á milli áranna 2018 og 2019 um 14%.

Styrkur á losun GHL á hvern farþega GRI 305-4

Ár kg.
2015 0,6
2016 0,46
2017 0,37
2018 0,29
2019 0,32

Kolefnisspor Isavia

Isavia hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsa-lofttegunda í starfsemi sinni og sýna þannig ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Af einstaka starfsstöðvum Isavia er umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli mest. Keflavíkurflugvöllur vinnur að kolefnisjöfnun samkvæmt Airport Carbon Accreditation sem er alþjóðlegt kerfi hannað fyrir flugvelli. Umfang losunarinnar er skilgreind eftir þremur uppsprettum: Í fyrsta lagi frá starfsemi Isavia, í öðru lagi frá aðkeyptri raforku og hita, og í þriðja lagi frá losun annarra aðila tengdum starfsemi Isavia.

Veljið umfang losunar:

1
Bílar og tæki í eigu Isavia
3
Æfingar slökkviliðs
2
Varaaflstöðvar
4
Rafmagn
5
Heitt vatn
A
Landtengingar fyrir flugvélar
B
Hleðslustöðvar fyrir farartæki
6
Flugtök og lendingar
7
Hreyfingar flugvéla á jörðu niðri
8
Varaafl flugvéla
9
Tæki og búnaður í eigu og umsjá annarra aðila
10
Samgöngur farþega til og frá flugvelli
11
Ferðir starfsfólks til og frá vinnu
12
Meðhöndlun sorps hjá sorphirðuaðila
13
Ferðalög starfs-fólks vegna vinnu

 

Loftgæði

Isavia vaktar styrk köfnunarefnisoxíðs í kringum Keflavíkurflugvöll með loftgæðamæli sem staðsettur er ofan við Eyjabyggð. Mælingar í rauntíma má nálgast á vefnum loftgaedi.is. Gerðar hafa verið loftgæðaspár út frá tveimur sviðsmyndum, annars vegar miðað við farþegafjölda uppá 13,7 milljónir og hins vegar miðað við 14,5 milljónir farþega. Í báðum tilvikum er styrkur brennisteinsdísoxíðs og níturoxíða undir viðmiðunarmörkum. Miðað við farþegaspá sem sett var fram í MasterPlani fyrir Keflavíkurflugvöll er gert ráð fyrir rúmlega 13 milljón farþegum árið 2039.

Árið 2015 skrifaði forstjóri Isavia undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum sem Reykjarvíkurborg og Festa- miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, efndu til. Í kjölfar undirritunarinnar setti Isavia sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni og sýna þannig frumkvæði og ábyrgð gangvart umhverfinu og samfélaginu. Árið 2017 hlaut Isavia hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og Festu í loftslagsmálum.

Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.

Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.

aca kolefnisvottun

Isavia er þátttakandi í Airport Carbon Accreditation (ACA) kolefnisvottunarkerfi á vegum alþjóðasamtaka flugvalla (ACI). ACA er kolefnisvottun, hönnuð af flugvöllum fyrir flugvelli, og því sérsniðin að rekstri þeirra. Verkefnið skiptist í fjögur stig; kortlagningu kolefnisspors, markmiðasetningu og minnkun kolefnislosunar, minnkun kolefnislosunar í samstarfi við aðra rekstraraðila á flugvellinum og lokastigið er kolefnisjöfnun flugvallarins. Keflavíkurflugvöllur hefur verið þátttakandi í verkefninu í fjögur ár og árið 2019 lauk Isavia við annað skref í innleiðingu kolefnisvottunarinnar. Sett hafa verið markmið til ársins 2030 um minnkun kolefnislosunar og unnið eftir ítarlegri aðgerðaráætlun til að styðja við það markmið.

Borealis Alliance Free Route Airpspace

Isavia er aðili að Borealis Alliance sem eru samtök níu flugleiðsöguveitenda (ANSP) í Norður-Evrópu. Þar er unnið að Free Route Airspace verkefni sem á að leiða af sér styttri flugtíma sem leiðir af sér minni eldsneytisnotkun sem þýðir lægri kostnað og minni mengun. Á Íslandi geta flugrekendur nú áætlað og flogið beina flugleggi milli Keflavíkurflugvallar og til flugvalla í Noregi og Skotlandi, sem eru næstu flugstjórnarsvæðin í suðaustri við það íslenska.

Áhrif flughæðar á eldsneytisnotkun flugvélar eru talsverð. Eftir því sem líður á flugferð er hagstæðara fyrir flugvélar að fljúga í hærri flughæðum. Áætlað er að þúsund feta (1000 fet) frávik frá kjörflughæð kalli á 1% auka eldsneytisbrennslu á klst.

Framlag flugleiðsöguþjónustunnar til þess að flugvélar fái kjörflughæð (optimum) hverju sinni er því mikilvægt. Byrjað er að fylgjast með frammistöðu flugleiðsöguþjónustunnar hvað varðar afgreiðslu flughæðarbeiðna og gögn frá 2018 og 2019 leiða í ljós að flugvélar fái umbeðnar hæðir (kjörflughæð) í 80-90% tilvika þó breytilegt eftir svæðum (sektorum).