fræðslumyndband um mansal
Fræðslumyndband um mansal, sem framleitt var að Sagafilm fyrir Isavia var sett inn í námsumsjónarkerfi félagsins og birt á YouTube rás Isavia. Myndbandið er hluti af þjálfun, ætluð öllum þeim starfsmönnum sem eru í beinni snertingu við farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fræðslumyndbandsins er að starfsmenn geti borið kennsl á mansal og þekkt réttar boðleiðir vegna tilkynninga. Fjallað var um myndbandið í þættinum Ísland í dag á Stöð 2, þriðjudagskvöldið þann 7. janúar.
starfsstöðvar isavia í keflavík stigu þriðja græna skrefið
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þjónustuhús og flugturn á Keflavíkurflugvelli luku við Grænt skref númer þrjú. Isavia tók þátt í verkefnum um Græn skref í ríkisrekstri sem snérust um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Birgitta Steingrímsdóttir frá Umhverfisstofnun afhenti þeim Vali Klemenssyni, deildarstjóra umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar og Ásdísi Ólafsdóttir, sérfræðingi hjá umhverfisdeild, viðurkenningu til starfsstöðva Isavia í Keflavík fyrir að hafa lokið þriðja skrefinu. Vinna hófst síðan við fjórða skrefið.
aukin samvinna vegna útbreiðslu kórónaveiru
Isavia hóf samræmt samstarf við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um viðbrögð vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar.
isavia tók þátt í framadögum hr
Þann 30.janúar 2020 tók Isavia þátt í Framadögum HR. Isavia hvatti til heimsókna og minntist á spennandi tíma og komandi verkefni á borð við stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík og stofnun nýs sviðs stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Með Isavia á Framdögum voru starfsmenn frá tækni og eignasviði, frá tveimur deildum innan tækniþjónustu Isavia, flugumferðarstjórar sem og kennarar úr náminu í flugumferðarstjórn.