Hoppa yfir valmynd

Svipmyndir frá árinu 2020

fræðslumyndband um mansal

Fræðslumyndband um mansal, sem framleitt var að Sagafilm fyrir Isavia var sett inn í námsumsjónarkerfi félagsins og birt á YouTube rás Isavia. Myndbandið er hluti af þjálfun, ætluð öllum þeim starfsmönnum sem eru í beinni snertingu við farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Markmið fræðslumyndbandsins er að starfsmenn geti borið kennsl á mansal og þekkt réttar boðleiðir vegna tilkynninga. Fjallað var um myndbandið í þættinum Ísland í dag á Stöð 2, þriðjudagskvöldið þann 7. janúar.

starfsstöðvar isavia í keflavík stigu þriðja græna skrefið

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, þjónustuhús og flugturn á Keflavíkurflugvelli luku við Grænt skref númer þrjú. Isavia tók þátt í verkefnum um Græn skref í ríkisrekstri sem snérust um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti. Birgitta Steingrímsdóttir frá Umhverfisstofnun afhenti þeim Vali Klemenssyni, deildarstjóra umhverfisdeildar Keflavíkurflugvallar og Ásdísi Ólafsdóttir, sérfræðingi hjá umhverfisdeild, viðurkenningu til starfsstöðva Isavia í Keflavík fyrir að hafa lokið þriðja skrefinu. Vinna hófst síðan við fjórða skrefið.

aukin samvinna vegna útbreiðslu kórónaveiru

Isavia hóf samræmt samstarf við sóttvarnarlækni, landlæknisembættið og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra um viðbrögð vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar.  

isavia tók þátt í framadögum hr

Þann 30.janúar 2020 tók Isavia þátt í Framadögum HR. Isavia hvatti til heimsókna og minntist á spennandi tíma og komandi verkefni á borð við stækkun flugstöðvarinnar í Keflavík og stofnun nýs sviðs stafrænnar þróunar og upplýsingatækni. Með Isavia á Framdögum voru starfsmenn frá tækni og eignasviði, frá tveimur deildum innan tækniþjónustu Isavia, flugumferðarstjórar sem og kennarar úr náminu í flugumferðarstjórn.

hlupu 5 kílómetra á flugbraut á keflavíkurflugvelli

Þann 3. júní fór fram fyrsta flugbrautarhlaup á Íslandi þegar um 60 öflugir starfsmenn Isavia og dótturfélaga hlupu 5 kílómetra leið á flugbraut á Keflavíkurflugvelli. Þetta var lokahnykkurinn á Hreyfileikum Isavia þar sem fjöldi starfsmanna tók þátt í keppni þar sem fjöldi mínútna í hreyfingu var skráður og ýmsar þrautir þreyttar.​ Þar sem umferð flugvéla um flugvöllinn var minni en vanalega vegna Covid 19 var tækifærið nýtt fyrir þessa lokaáskorun. Við erum gríðarlega heppin að flottur hópur flugvallarstarfsfólks aðstoðaði við framkvæmd hlaupsins og hvatti hlaupara áfram með ljósum, látum og mikilli gleði.

aðflugið að ísafjarðarflugvelli það fallegasta í evrópu

Vefurinn PrivateFly.com setti aðflugið að Ísafjarðarflugvelli í flokk þeirra fallegustu í Evrópu. Tólf aðrir evrópskir flugvellir komust á lista í vali um fallegasta aðflugið, en Ísafjarðarflugvöllur var eini flugvöllurinn á Norðurlöndunum sem komst á listann. Lesendur PrivateFly.com velja á hverju ári fallegasta aðflugið í sex heimshlutum. Um er að ræða stóra jafnt sem smáa flugvelli og mjög fjölbreytt flugvallasvæði.

rafvagnar til reynslu á keflavíkurflugvelli

Isavia gerði langtímasamning við breska byggingar- og ráðgjafafyrirtækið Mace um verkefnaumsjón og verkeftirlit vegna fyrirhugaðra framkvæmda við stækkun Keflavíkurflugvallar. Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, og Jason Millett, rekstrarstjóri hjá Mace, undirrituðu samning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar mánudaginn 16. desember 2019, m.a. að viðstöddum Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Mace hefur umfangsmikla reynslu af stórframkvæmdum við flugvelli víða um heim, þar á meðal á Heathrow-flugvelli í London, Schipol-flugvelli í Amsterdam og flugvöllunum í Dublin, Manchester, Doha, Mumbai og Sydney.

isavia og así tóku höndum saman um upplýsingagjöf til erlends launafólks

ASÍ og Isavia gerðu með sér samstarfssamning um miðlun upplýsinga til erlends launafólks um íslenskann vinnumarkað, kjarasamninga, réttindi og skyldur. Drífa Snædal, forseti ASÍ og Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, undirrituðu samstarfssamning þess efnis í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þann 27. febrúar 2020.​ Markmiðið með samningnum og samstarfi ASÍ og Isavia er að stuðla að heilbrigðum vinnumarkaði á Íslandi, þar sem allir njóti kjara og annarra réttinda í samræmi við kjarasamninga og lög og þar með er launafólki ekki mismunað á grundvelli þjóðernis.

keflavíkurflugvöllur hlaut alþjóðlega viðurkenningu fyrir þjónustu

Keflavíkurflugvöllur var á meðal bestu flugvalla í Evrópu í sínum stærðarflokki (5-15 milljón árlegra farþega) hvað varðar þjónustugæði. Þetta sýndu niðurstöður alþjóðlegrar þjónustukönnunar sem framkvæmd er á helstu flugvöllum heims á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla (ACI).​ Keflavíkurflugvöllur var einn af þeim átta flugvöllum sem fengu hæsta meðaleinkunn í könnuninni og hlaut þess vegna sérstaka viðurkenningu fyrir þjónustugæði. Þjónustukönnun ACI, Airport Service Quality programme (ASQ), er virtasta og marktækasta mælingin sem gerð er á þjónustugæðum flugvalla.

samstarf um notkun repjuolíu á vinnuvélar á keflavíkurflugvelli

Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia ohf. og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, undirrituðu þann 8. september 2020 viljayfirlýsingu um samstarf vegna tilraunaverkefnis um íblöndun repjuolíu á stórvirk tæki á Keflavíkurflugvelli. Samgöngustofa hefur lagt áherslu á umhverfismál í þróunarverkefnum og fagnaði því að fá öflugan aðila til samstarfs.

keflavíkurflugvöllur fékk alþjóðleg þjónustuverðlaun fyrir árið 2019

Þjónustugæði Keflavíkurflugvallar árið 2019 voru meðal þeirra bestu á evrópskum flugvöllum sem taka árlega við á bilinu 5 til 15 milljón farþegum. Þetta sýndu niðurstöður alþjóðþegrar þjónustukönnunar sem Alþjóðasamtök flugvalla (ACI) hafa framkvæmt á helstu flugvöllum heims. Verðlaunagripinn átti að afhenda við hátíðlega athöfn í Kraká Póllandi í september en ekkert varð af því vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Verðlaunin komust hins vegar til Íslands og veitti Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, þeim viðtöku.

ISAVIA hlaut viðurkenningu jafnvægisvogar fka

Isavia ohf. hlaut viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) árið 2020. Jafnvægisvogin er verkefni sem ISAVIA tekur þátt í ásamt FKA um að jafna hlutfall karla og kvenna í efsta lagi stjórnunar fyrirtækja á Íslandi. Markmiði fyrir 2027 er að kynjahlutfall verði 40/60. Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia undirritaði einnig viljayfirlýsingu um þátttöku í jafnvægisvoginni fyrir hönd Isavia. Samstarf Isavia ohf. og FKA er til fimm ára og felur í sér að Isavia heiti því að vinna að markmiðum Jafnvægisvogarinnar.


bláa lónið og hjá höllu fengu þjónustuverðlaun keflavíkurflugvallar

Þjónustuverðlaun Keflavíkurflugvallar fyrir árið 2019 voru afhent. Að þessu sinni hlaut Bláa lónið þjónustuverðlaun verslana og Hjá Höllu fékk þjónustuverðlaun veitingastaða. Niðurstaðan byggir ávallt á markaðssrannsóknum og könnunum sem gerðar eru á Keflavíkurflugvelli.​ Í þessum rannsóknum og könnunum er litið til þess hvort vörur og upplýsingar um verð séu aðgengilegar og nálgun starfsfólks á viðskiptavinum er skoðuð. ​Isavia leggur mikla áherslu á góða þjónustu við ferðafólk og veitir þess vegna verðlaun fyrir vel unnin störf.