Hoppa yfir valmynd

LOFTSLAGSMÁL

ORKUNOTKUN

Bein orkunotkun

Eldsneytisnotkun er veigamesti umhverfisþátturinn í annars frekar orkufrekri starfsemi Isavia. Vel er fylgst með eldsneytisnotkun í starfseminni og unnið að því að draga úr þar sem hægt er. Á síðasta ári hófst prófun á íblöndun repjuolíu á tæki á Keflavíkurflugvelli og standa vonir til að hægt verði að auka íblöndun á næstu misserum.

Langstærsti hluti eldsneytisnotkunar er vegna þjónustu og viðhalds á brautum og athafnasvæðum flugvallanna. Þó umfang hennar tengist að einhverju leyti farþegafjölda, þá er hún að mestu háð veðri og því geta orðið sveiflur, einkum þegar sinna þarf vetrarþjónustu í marga daga á ári. Veturinn 2019-2020 var vetrarþjónusta veitt á Keflavíkurflugvelli í 141 dag. Við snjóhreinsun voru unnar 5460 vélastundir

Isavia hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum sem gildir út árið 2021. Þar eru settar fram ýmsar aðgerðir sem eiga að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi Isavia. Aðgerðirnar snúa meðal annars að endurnýjun bíla- og tækjaflota, skynsamlegri nýtingu auðlinda, aukinni rafvæðingu og kolefnisjöfnun. Nú þegar er hafin vinna við endurskoðun þessarar aðgerðaáætlunar og mótun nýrrar sjálfbærnistefnu.

Eldsneytisnotkun Isavia dróst lítillega saman frá því á síðasta ári, þegar horft er til heildareldsneytisnotkunar en þegar skoðuð er notkun á hvern farþega jókst hún töluvert milli ára. Skýringin liggur í mikilli fækkun farþega á Keflavíkurflugvelli vegna Covid-19 faraldursins. Þá kom bersýnilega í ljós að eldsneytisnotkun Isavia tengist farþegafjölda lítið, eins og sagt var frá hér að ofan. Markmið Isavia fyrir árið 2020 var að draga úr notkun eldsneytis á hvern farþega um 4% og var því markmiði því ekki náð.



Bein orkunotkun GRI 302-1 og minnkun á orkunotkun GRI 302-4

Tegund20152016201720182019*20202020 kWh
Bensín45.665  l47.131 l40.769 l39.964 l37.400 l26.962 l7.777.867
Dísil751.722 l714.574 l819.696 l893.326 l853.682l759.292 l246.702
Flugbensínxx62.468 l77.520 l78.131 l66.676 l682.390
Á hvern farþega0,148 l0,106 l0,096 l0,095 l0,114 l0,501 l 
*Tölur 2019 uppfærðar milli ára eftir að nákvæmari tölur urðu aðgengilegri.

Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins

Óbein orkunotkun

Á síðasta ári var raforkunotkun Isavia 21.887.504kWh sem er töluvert minni notkun en síðustu tvö ár á undan. Það skýrist af skertri starfsemi fyrirtækisins vegna Covid faraldursins. Raforkunotkun dróst langmest saman í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli en einnig var samdráttur á öðrum flugvöllum landsins. Tölur fyrri ára hafa verið uppfærðar m.t.t. raunnotkunar á nokkrum mælum í stað áætlunar.

Það er viðbúið að á næstu árum muni raforkunotkun aukast, bæði með stækkunum á Keflavíkurflugvelli, sem og aukinni uppsetningu og notkun á raforkufrekum innviðum, s.s. jarðtengingum fyrir flugvélar og hleðslustöðvum fyrir bíla og önnur ökutæki. Notkun Isavia á heitu vatni jókst úr 744.823 rúmmetrum frá árinu 2019 í 834.379 rúmmetrar (48,393,956 kWh) á árinu. Heildarnotkunin samsvarar notkun um það bil 980 150fm heimila.


Raforkunotkun GRI 302-2

Ár kWh
2016 22843018
2017 29421110
2018 28682370
2019 23440870
2020 21887504

Losun gróðurhúsalofttegunda 

Bein losun Gróðurhúsalofttegunda í gegnum orkunotkun      UMfang  1

Beina losun gróðurhúsalofttegunda Isavia má rekja til eldsneytisnotkunar. Árið 2020 var bein losun gróðurhúsalofttegunda Isavia vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti 2194 t CO2e . Það er töluvert minna en síðustu ár. Isavia gerði á vordögum 2019 samninga við Kolvið og Votlendissjóð um kolefnisjöfnun á eldsneytisnotkun Isavia til þriggja ára, afturvirkt um eitt ár. Það þýðir að árin 2018, 2019 og 2020 hefur Isavia kolefnisjafnað alla beina losun í starfseminni, alls 7.198 t CO2e .

Á síðasta ári varð það ljóst hversu stór hluti kolefnisspors Isavia er tengdur stórum tækjum og þjónustu við flughlöð, flug – og akbrautum. Þrátt fyrir fordæmalausan samdrátt í starfsemi, þar sem flugum og farþegum fækkaði verulega, varð lítil lækkun í kolefnisspori Isavia ohf. Hreinsun brauta og önnur vetrar- og viðhaldsþjónusta sem flugvallaþjónusta Isavia sinnir, er alveg óháð fjölda fluga eða farþega, umfang verkefnanna er ávallt það sama. Mestu áskoranir Isavia til þess að draga úr kolefnisspori sínu er að finna lausnir á því hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sérhæfðum tækjum flugvallarins.


Bein losun gróðurhúsalofttegunda Umfang 1 GRI 305-1

Losun vegna orkunotkunar CO2 tonn2016201720182019*2020
Isavia samstæðan2.1462.4582.6942.5132.194
Isavia ohf.xxxx1460
Isavia Innanlandsflugvellirxxxx469
Isavia ANSxxxx239
Fríhöfninxxxx26
*Tölur 2019 hafa verið uppfærðar eftir að nánari upplýsingar urðu aðgengilegar.

Óbein losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) í gegnum orkunotkun  Umfang 2

Árið 2019 gerði Isavia raforkusamning við HS veitur. Sá samningur felur í sér að öll raforka sem Isavia kaupir skuli vera frá endurnýjanlegum auðlindum og laus við álögur vegna sölu upprunaábyrgða. Sú orka sem Isavia notar í starfsemi sinni í formi rafmagns eða hita, kemur frá fjarvarmaveitum eða vatnsaflsvirkjunum. Í báðum tilfellum er um að ræða endurnýjanlega orkugjafa sem valda lítilli losun gróðurhúsalofttegunda. Óbein losun vegna hita og rafmagns er því lítil sé horft til framleiðslu rafmagns með öðrum leiðum. Óbein losun Isavia í gegnum raforkunotkun árið 2020 voru 215 t CO2.

Önnur óbein losun gróðurhúsalofttegunda í gegnum orkunotkun Umfang 3

Til losunar í umfangi 3, óbeinnar losunar í starfseminni, má meðal annars telja meðhöndlun sorps og ferðir starfsfólks. Síðustu ár hefur Isavia notað Loftslagsmæli Festu til þess að áætla kolefnislosun vegna umfangs 3, en árið 2019 var fyrsta heila árið sem Isavia nýtti umhverfisvöktunarkerfi Klappa. Með því komst betri mynd á kolefnislosun félagsins. Hluti almenns sorps frá Keflavíkurflugvelli fer ekki í urðun, heldur í brennslu í brennslustöðinni Kölku í Reykjanesbæ. Losunarstuðlar fyrir brennslu á sorpi eru lægri en vegna urðunar. Losun kolefnisígilda við urðun og brennslu á sorpi Isavia árið 2020 voru 86 tonn.

Bein losun gróðurhúsalofttegunda á hvern farþega jókst verulega á milli áranna 2019 og 2020. Heimsfaraldur hefur þar mikil áhrif, en eins og áður var nefnt er ljóst að losun á hvern farþega er ekki heppilegur mælikvarði. Skoða þarf nánar hvaða mælikvarði er heppilegri, en endanlegt markmið Isavia er að draga úr heildarlosun, óháð farþegafjölda eða fjölda flughreyfinga. Áfram er verið að leggja áherslu á að draga úr heildarlosun og losun frá stórum þáttum eins og eldsneytisnotkun. Minnkun varð á beinni losun GHL vegna eldsneytisnotkunar, á milli áranna 2019 og 2020 um 12,7%.


Minnkun á losun GHL GRI 305-5



201720182019*2020
Losun GHL v/urðunar og förgunartonn CO259669486
Losun GHL v/rafmagnstonn CO2206338255215
Losun GHL v/eldsneytistonn CO22.4582..69425132194
Heildarlosun GHLtonn CO22.7233.09828622495
Kolefnisjöfnuntonn CO202..69423102194
Heildarlosun með kolefnisjöfnuntonn CO22.723404552301
Losun per farþegatonn CO20,370,290,341,47





* Tölur 2019 uppfærðar eftir að nánari upplýsingar urðu aðgengilegar.


Styrkur á losun GHL á hvern farþega GRI 305-4

Ár kg.
2015 0,6
2016 0,46
2017 0,37
2018 0,29
2019 0,34
2020 1,47

Kolefnisspor Isavia

Isavia hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsa-lofttegunda í starfsemi sinni og sýna þannig ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu. Af einstaka starfsstöðvum Isavia er umfang starfseminnar á Keflavíkurflugvelli mest. Keflavíkurflugvöllur vinnur að kolefnisjöfnun samkvæmt Airport Carbon Accreditation sem er alþjóðlegt kerfi hannað fyrir flugvelli. Umfang losunarinnar er skilgreind eftir þremur uppsprettum: Í fyrsta lagi frá starfsemi Isavia, í öðru lagi frá aðkeyptri raforku og hita, og í þriðja lagi frá losun annarra aðila tengdum starfsemi Isavia.

Veljið umfang losunar:

1
Bílar og tæki í eigu Isavia
3
Æfingar slökkviliðs
2
Varaaflstöðvar
4
Rafmagn
5
Heitt vatn
A
Landtengingar fyrir flugvélar
B
Hleðslustöðvar fyrir farartæki
6
Flugtök og lendingar
7
Hreyfingar flugvéla á jörðu niðri
8
Varaafl flugvéla
9
Tæki og búnaður í eigu og umsjá annarra aðila
10
Samgöngur farþega til og frá flugvelli
11
Ferðir starfsfólks til og frá vinnu
12
Meðhöndlun sorps hjá sorphirðuaðila
13
Ferðalög starfs-fólks vegna vinnu

Loftgæði

Isavia vaktar styrk köfnunarefnisoxíði í kringum Keflavíkurflugvöll með loftgæðamæli sem staðsettur er ofan við Eyjabyggð. Mælingar í rauntíma má nálgast á vefnum loftgaedi.is. Gerðar hafa verið loftgæðaspár fyrir annars vegar 13.7 milljónir farþega og hinsvegar 14.5 milljónir farþega en í báðum tilvikum er styrkur brennisteinsdísoxíðs og níturoxíða undir viðmiðunarmörkum. Miðað við farþegaspá sem sett var fram í MasterPlani fyrir Keflavíkurflugvöll er gert ráð fyrir rúmlega 13 milljón farþegum árið 2039.

Árið 2019 skrifaði forstjóri Isavia undir NetZero skuldbindingu á vegum ACI Europe þess efnis að Keflavíkurflugvöllur, ásamt fjölda annarra flugvalla í Evrópu, verði kolefnislaus í allra síðasta lagi árið 2050.

Isavia hefur einnig verið aðili að Loftslagssáttmála Reykjavíkurborgar og Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja frá árinu 2015. Í kjölfar undirritunarinnar setti Isavia sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi sinni og sýna þannig frumkvæði og ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu.

Isavia er meðvitað um þá ábyrgð sem hvílir á fyrirtækinu varðandi loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda og vinnur með virkum og skipulögðum hætti að aðgerðum til þess að minnka kolefnisspor félagsins.

Mestu áskoranir Isavia til þess að draga úr kolefnisspori sínu er að finna lausnir á því hvernig megi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá sérhæfðum tækjum flugvallarins.

aca kolefnisvottun

Isavia er þátttakandi í Airport Carbon Accreditation (ACA) kolefnisvottunarkerfi á vegum alþjóðasamtaka flugvalla (ACI). ACA er kolefnisvottun, hönnuð af flugvöllum fyrir flugvelli, og því sérsniðin að rekstri þeirra. Verkefnið sem áður skiptist í fjögur stig, hefur nú verið uppfært í samræmi við NetZero skuldbindinguna og er nú sex stig. Keflavíkurflugvöllur hefur verið þátttakandi í verkefninu í fimm ár og árið 2019 lauk Isavia við annað skref í innleiðingu kolefnisvottunarinnar. Vinna er hafin við undirbúning vottunar á skrefi þrjú. Þar er gerð krafa um víðtækt samráð við helstu hagaðila flugvallarins og kortlagningu heildar kolefnisspors flugvallarins. Sett hafa verið markmið til ársins 2030 um minnkun kolefnislosunar og unnið eftir ítarlegri aðgerðaráætlun til að styðja við það markmið.

Fólkið okkar

- tækifæri í Repjuolíu

Ásgeir Húnbogason

Ásgeir Húnbogason

Verkstæðisformaður hjá flugvallarþjónustu á Keflavíkurflugvelli

Hvernig hefur verkefnið í tengslum við íblöndun repjuolíu á stórvirkar vinnuvélar á Keflavíkurflugvelli gengið?
Repjuolíunni er blandað við eldsneyti í eitt tæki til að byrja með. Það er moksturstæki sem notað er á svæði í kringum flugbrautir til snjómoksturs.

Verkefnið fór af stað seinni hluta árs 2020 en það gekk hægt í fyrstu út af Covid 19. Sem dæmi komst sérfræðingur Samgöngustofu ekki til að mengunarmæla tækið vegna sóttvarnarreglna. Því var ekki hægt að byrja að nota repjublandað eldsneyti fyrr en um miðjan desember. Þá var tækið mengunarmælt.
Í janúar 2021 var síðan aftur mælt og þá með mismunandi mikilli íblöndun. Hún var 5%, 10% eða 20%. Mikill munur mældist á milli 5% og 10% blöndunar en munurinn var minni þegar 20% blandan var mæld. Við erum með 10% íblöndun í dag.
Þessu til viðbótar hefur snjóleysi valdið því að tækin hjá okkur eru sáralítið notuð, tækið hefur aðeins verið notað í um 70 vinnustundir og því er ekki mikil reynsla komin.

Hvernig virkar repjuolía á vélarnar?
Ég get ekki séð að repjuolían hafi slæm áhrif á vélina, hún reykir alls ekki meira, nema síður sé, og við finnum engan mun á vélarafli. Meiri reynsla þarf þó að koma á þetta til að við áttum okkur betur á áhrifum og virkni. Lítil notkun á tækjum vegna t.d. snjóleysis veldur því að reynslan síðustu mánuði er minni en ella. En verkefnið heldur áfram og gögnum er safnað.

Gefa þessar prófanir vísbendingar um frekari tækifæri til íblöndunar?
Ég myndi segja að þaðværu frekari tækifæri en það vantar meiri tíma á þessa vél sem er í prófun og síðan þarf að fá öll tilskilin leyfi til frekari íblöndunar.

Borealis Alliance Free Route Airpspace

Isavia ANS er aðili að Borealis Alliance sem eru samtök níu flugleiðsöguveitenda (ANSP) í Norður-Evrópu. Þar er unnið að Free Route Airspace verkefni sem á að leiða af sér styttri flugtíma sem leiðir af sér minni eldsneytisnotkun sem þýðir lægri kostnað og minni mengun. Á Íslandi geta flugrekendur nú áætlað og flogið beina flugleggi milli Keflavíkurflugvallar og til flugvalla í Noregi og Skotlandi, sem eru næstu flugstjórnarsvæðin í suðaustri við það íslenska.

Áhrif flughæðar á eldsneytisnotkun flugvélar eru talsverð. Eftir því sem líður á flugferð er hagstæðara fyrir flugvélar að fljúga í hærri flughæðum. Áætlað er að þúsund feta (1000 fet) frávik frá kjörflughæð kalli á 1% auka eldsneytisbrennslu á klst.