
Hvatakerfið er hluti af verkefni sem unnið er að með ríkisstjórn Íslands og markaðsstofu Norðurlands. Isavia býður 100% afslátt af farþegagjöldum fyrsta árið sem flugleið er starfrækt, 90% það næsta og 75% afslátt þriðja árið. Að auki hefur ríkisstjórn Íslands sett á stofn flugþróunarsjóð þar sem flugfélög geta sótt um markaðsstyrk til nýrra flugleiða til og frá flugvellinum.