
Airbus vél Niceair gefið nafnið Súlur á Akureyrarflugvelli
Það var fjölmenni í blíðviðri á Akureyrarflugvelli þegar Airbus 319 flugvél Niceair var lent þar í fyrsta sinn í dag. Flugvélinni var flogið þangað frá Portúgal. Jómfrúarflug Niceair verður fimmtudaginn 2. júní þegar flugvélinni verður flogið til Kaupmannahafnar.
Eliza Reid forsetafrú gaf flugvélinni nafn sitt við þessa hátíðlegu athöfn á Akureyrarflugvelli og fékk vélin nafnið Súlur.
Á föstudaginn verður flogið til London og fyrsta ferð Niceair til Tenerife verður farin á miðvikudaginn eftir rúma viku. Niceair hefur tilkynnt að flogið verði tvisvar í viku til Kaupmannahafnar og London en vikulega til Tenerife. Flug til Manchester bætist síðan við í haust.