
EasyJet með beint flug til Akureyrar
EasyJet hefur hafið áætlunarflug til Akureyrarflugvallar frá Bretlandi og mun fljúga beint alla þriðjudaga, miðvikudaga og laugardaga í vetur. Er þetta annar veturinn sem flogið er beint til Gatwick og nú bætist Manchester við sem er kærkomin viðbót fyrir ferðaþjónustuna á Norðurlandi og Norðlendinga alla.