Innanlandsflugvellir
Við leitum að áhugasömum liðsfélögum til að sinna verkefnum öryggisleit ásamt eftirliti á Akureyrarflugvelli. Um er að ræða að mestu dagvinnu en einnig nætur- og kvöldvinnu.
Umsækjendur þurfa að geta setið 4 daga námskeið í lok janúar og standast bakgrunnskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftarsvæði flugverndar.
Störfin eru hlutastörf og unnin í tímavinnu.
Hæfniskröfur
· Aldurstakmark 20 ára
· Gott vald á íslenskri og enskri tungu
· Rétt litaskynjun
· Þjónustulund og metnaður í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 16. desember 2024
Upplýsingar um störfin veitir Svala Rán Aðalbjörnsdóttir, hópstjóri flugverndar á netfangið [email protected]
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.