Skip to main content

Störf í boði hjá innanlandsflugvöllum

Innanlandsflugvellir

Isavia innanlandsflugvellir óskar eftir að ráða einstakling við flugvallarþjónustu og flugradíó (AFIS). Helstu verkefni eru eftirlit og viðhald með flugvallarmannvirkjum og tækjum ásamt samskipti við flugvélar um flugradíó. Snjóruðningur og hálkuvarnir á flugbrautum ásamt björgunar- og slökkviþjónusta. Viðkomandi þarf að ljúka grunnnámi flugradíómanna.

Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi. 

Hæfniskröfur

·      Bílpróf er skilyrði

·      Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur

·      Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur

·      Reynsla af slökkvistörfum er kostur

·      Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er kostur

·      Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarpróf

·      Góð almenn tölvukunnátta

·      Lipurð í mannlegum samskiptum

·      Góð íslensku- og enskukunnátta

 

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 29. september.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.  

Vegna kröfureglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð.

Sækja um