Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Sigrún Björk Jakobsdóttir. Hún var ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia ohf. í desember 2018 og síðan framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla í janúar 2020. Sigrún Björk er hótelrekstrarfræðingur frá IHTTI hótelskólanum í Sviss. Hún var áður hótelstjóri hjá Icelandair hótelunum og þar áður bæjarstjóri á Akureyri.
Sigrún Björk hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, samtaka og stofnana og hefur víðtæka reynslu af vettvangi ferðaþjónustu og sveitarstjórnarmála. Sigrún Björk hefur verið stjórnarformaður Landsnets frá árinu 2016.
Skipan stjórnar Isavia Innanlandsflugvalla 2022-2023
Matthías Páll Imsland er stjórnarformaður frá árinu 2020. Hann er stjórnmálafræðingur frá HÍ og með MS próf frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð, hefur stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og stjórnunarnámi við North Park University í Chicago í Bandaríkjunum.
Matthías er framkvæmdastjóri ýmissa fjárfestingarfélaga. Hann var aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá 2013-15, aðstoðarmaður forsætisráðherra frá janúar-apríl 2016 og var síðan aftur aðstoðarmaður félags- og húsnæðismálaráðherra frá apríl 2016-janúar 2017, var um tíma framkvæmdastjóri rekstrarsviðs flugfélagsins WOW-air og fyrir stofnun þess var hann forstjóri Iceland Express. Matthías var kosinn í stjórn Isavia ohf. á aðalfundi 2014, varaformaður 2014-2017 og frá 2018. Matthías er óháður Isavia ohf., daglegum stjórnendum fyrirtækisins og eiganda þess.
Eva Pandora Baldursdóttir er stjórnarmaður frá árinu 2020. Hún er með B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, MA í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst og diplóma í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands.
Eva Pandora hefur starfað sem sérfræðingur á Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar frá 2021. Hún var sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar 2017-2021, alþingismaður Norðvestur kjördæmis 2016–2017, viðskiptafræðingur hjá KPMG 2016, skipuleggjandi ferða hjá Iceland Travel 2015–2016 og viðskiptafræðingur hjá Fjárvakri 2012–2015. Eva Pandora var kosin í stjórn Isavia ohf. á aðalfundi 2018 og situr í starfskjaranefnd Isavia ohf. Eva Pandora er óháð Isavia ohf., daglegum stjórnendum fyrirtækisins og eiganda þess.
Sveinbjörn Indriðason er stjórnarmaður frá árinu 2020. Hann er hagfræðingur frá Háskóla Íslands 1998. Hann starfaði hjá Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og vann við áhættustýringu hjá Icelandair frá 1999-2005. Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs FL Group frá 2005-2008 og rekstrar- og fjármálastjóri nýsköpunarfyrirtækisins CLARA frá árinu 2011.
Sveinbjörn var framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia ohf. frá árinu 2013 þar til í júní 2019 þegar hann var ráðinn forstjóri Isavia ohf.
Stjórnarhættir
Isavia Innanlandsflugvellir ehf. er í eigu Isavia ohf. Um starfsemi félagsins gilda lög nr. 65/2023 um uppbyggingu og rekstur flugvalla og þjónustu við flugumferð.
Stjórnarhættir Isavia Innanlandsflugvalla taka mið af lögum nr. 138/1994 um einkahlutafélög, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Félagið fylgir almennri eigandastefnu ríkisins sem gefin var út í september 2021, ásamt viðauka er snýr að Isavia ohf.
Stjórn félagsins hefur „Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja“ til hliðsjónar í störfum sínum og uppfyllir þær í öllum meginatriðum þrátt fyrir að félaginu beri ekki að fylgja leiðbeiningunum lögum samkvæmt. Helsta frávik er að ekki er starfandi tilnefningarnefnd hjá félaginu þar sem tilnefningar í stjórn félagsins er hjá Fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með hlut ríkisins í Isavia ohf. Undirnefndir stjórnar eru endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Starfssvið endurskoðunar- og starfskjaranefndar nær einnig til dótturfélaga Isavia ohf.
Stefna hefur verið sett um sjálfbærni.