Skip to main content

Yfirstjórn innanlandsflugvalla

Yfirstjórn innanlandsflugvalla er með aðsetur á Reykjavíkurflugvelli á Nauthólsvegi 60.

Verkefni yfirstjórnar eru að fylgja eftir daglegum rekstri umdæma og uppgjöri þjónustusamnings og samgönguáætlunar. Þar er umsjón með stærri verklegum framkvæmdum (viðhalds- og nýframkvæmdir) og ástandsskoðanir/-mat flugvalla og lendingarstaða.

Jafnframt er umsjón með því að flugvernd á alþjóðaflugvöllum sé til samræmis við kröfur á sviði flugverndar. Á sviði öryggismála er unnið að heildarskipulagningu, samhæfingu og stefnumörkun öryggisstjórnunarkerfis Isavia Innanlandsflugvalla og tryggt að þau séu í samræmi við landslög, þjóðréttarlegar sem og aðrar alþjóðlegar skuldbindingar.

Starfsfólk:

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri

Björn Hjartarson, verkefnastjóri framkvæmda

Dieudonné Gerritsen, flugverndarstjóri 

Ólafur Rafn Brynjólfsson, verkefnastjóri framkvæmda

Sigríður Alma Gunnsteinsdóttir, sérfræðingur í rekstrarlegum málefnum  

Vilborg Magnúsdóttir, öryggis- og gæðastjóri