GJÖGURFLUGVÖLLUR
Gjögurflugvöllur er staðsettur á Víganesi, austan við Gjögur í Árneshreppi á Ströndum á Vestfjörðum. Flugfélagið Norlandair sinnir áætlunarflugvelli um völlinn til og frá Reykjavík. Að jafnaði er flogið tvisvar í viku og tekur flugið um 45 mínútur.
Nánari upplýsingar um flugtíma og bókanir er að finna á Norlandair.is.
FYRIR FLUG
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.
Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis. Flugfélagið Norlandair sér um innritun farþega og nánari upplýsingar er að finna á vefnum Norlandair.is.
HVAÐ ER Í BOÐI NÁLÆGT GJÖGRI?
- Hótel Djúpavík
- Kaffi Norðurfjörður - verslun
- Urðartindur – smáhýsi
- Náttúrufegurð
HAFA SAMBAND
Ef þig vantar nánari upplýsingar um Gjögurflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Þjónustutími flugvallarins er á milli 11:30 – 15:30 þá daga sem áætlunarflug fer um flugvöllinn.