
EGILSSTAÐAFLUGVÖLLUR
Egilsstaðaflugvöllur er einn af fjórum millilandaflugvöllum á Íslandi og er opinn allan sólarhringinn, allt árið. Flugvöllurinn er á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar.
Flugvallarstjóri og umdæmisstjóri á Austurlandi er Ásgeir Rúnar Harðarson.
Flugstöðin var upphaflega byggð á árunum 1963 til 1968 en endurbyggð og stækkuð á árunum 1987 til 1999. Nýr komusalur var formlega tekinn í notkun í apríl 2007. Flugvöllurinn er nánast á miðju Austurlandi. Aðeins er 1-1,5 klst. akstur til flestra þéttbýlisstaða en segja má að flugvöllurinn þjóni nú orðið öllu svæðinu frá Vopnafirði / Bakkafirði í norðri til Breiðdalsvíkur / Djúpavogs í suðri. Aðstæður til flugs eru góðar og aðflug er gott. Veðurfar er flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%.
Kort
Sjáðu staðsetningu flugvallarins hér á korti. Það er ýmislegt í boði í nærumhverfi flugvallanna, áhugaverðir staðir og þjónusta.