
FYRIR FLUG
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 30 mínútum fyrir flug.
Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis. Flugfélagið Mýflug sér um innritun farþega og nánari upplýsingar er að finna á vefnum www.myflug.is.

SAMGÖNGUR
Bílaleiga Akureyrar / Europcar Car Rental er með þjónustu á flugvellinum. Nánari upplýsingar og bókanir er að finna á vef bílaleigunnar www.holdur.is.

HVAÐ ER Í BOÐI Á HORNAFIRÐI?
Stórbrotin náttúra, fjölskrúðugt dýralíf og blómstrandi menning. Nánari upplýsingar má finna á vef markaðsstofu Suðurlands.
HAFA SAMBAND
Ef þig vantar nánari upplýsingar um Hornafjarðarflugvöll og starfsemi Isavia á flugvellinum bendum við á netfangið isavia@isavia.is. Einföldum fyrirspurnum er einnig svarað í síma 424-4078