Hoppa yfir valmynd

Hvernig greiði ég fyrir stæði?

  1. Þú keyrir inn á stæðið og myndavélakerfið tekur mynd af bílnúmerinu.
  2. Við brottför er keyrt út af stæðinu og myndavél tekur aftur mynd af bílnúmerinu.
  3. Ef þú ert með reikning hjá Autopay og skráðar kortaupplýsingar þarftu ekkert að gera þar sem skuldfært er sjálfvirkt af kortinu.
  4. Ef þú ert ekki með reikning og skráð kort hjá Autopay þarftu að fara hér inn og borga stöðugjaldið.
  5. Ef ekki er greitt fyrir stæðið 48 klst. frá útkeyrslu berst reikningur í heimabankann þinn að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.

Lesa skilmála



Greiða fyrir stæði

Ef þú ert skráð/ur viðskiptavinur hjá Autopay geturðu keyrt beint út.
Ef þú ert að nýta þér þjónustuna í fyrsta sinn geturðu greitt fyrir stæðið hér.

Greiða núna

Sendu okkur endilega fyrirspurn ef einhverjar spurningar vakna á bilastaedirkv@isavia.is

Senda póst

Spurt og svarað

Autopay einfaldar ferlið við lagninu. Þú einfaldlega ekur inn á bílastæðið og leggur bílnum. Myndavél á svæðinu les bílnúmerið og telur tímann sem bílnum er lagt á svæðinu. Kerfið greiðir svo sjálfkrafa fyrir þjónustuna. Hafa ber í huga að þessi leið er eingöngu í boði ef notandi hefur stofnað Autopay reikning og skráð kortaupplýsingar sínar.

Eingöngu er hægt að greiða fyrir stæði í gegnum snjallforrit Autopay og gegnum vefsíðu Autopay eða með Parka appinu. 

Já það er hægt að greiða í heimabanka. Ef ekki er greitt innan 48 klukkustunda verður greiðsluseðill sendur í heimabankann. Allir reikningar sem sendir eru í heimabanka er hægt að nálgast í rafrænum skjölum.

1.490 kr. þjónustugjaldi er bætt ofan á bílastæðagjaldið.

Það er auðvelt að leggja bílnum með Autopay. Þú ekur inn á bílastæðið, sinnir þínum erindum og ekur síðan út. Enginn pappír, engir QR kóðar og engar biðraðir.

Hafa ber í huga að 48 klukkustundum liðnum verður ekki lengur hægt að greiða í gengum Autopay eða Parka appið og viðkomandi fær sendan greiðsluseðil í heimabankann sinn.

1.490 kr. þjónustugjaldi er bætt ofan á bílastæðagjaldið.

Skammtímastæði hentar vel ef sækja á ferðalang eða koma honum í flug. Fyrstu 15 mínúturnar eru fríar á P1 gjaldsvæðinu og fyrstu 45 mín eru fríar á P2 gjaldsvæðinu. Fyrsti klukkutíminn kostar 500 kr. og hver klukkutími eftir það kostar 750 kr.

Við minnum gesti okkar á að nýta sér greiðslumöguleika Autopay eða Parka appið áður en ekið er út af bílastæðinu til að komast hjá óþarfa kostnaði. Ef ekki er greitt fyrir stæðið 48 klst. frá útkeyrslu berst reikningur í heimabanka að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.

Hér að neðan má sjá verðskrá fyrir skammtímastæði P1:

Tími P1 Heildarverð
15 mín Frítt* Frítt*
1 klst 500 500
2 klst 750 1.250 
3 klst 750 2.000 
4 klst 750 2.750 
5 klst 750 3.500 
6 klst 750 4.250
7 klst 750 5.000
Sólarhringur 5.000 5.000

Fyrstu 45 mínúturnar á hverjum sólarhring eru fríar. Verð fyrstu 7 dagana er 1.750 kr.fyrir hvern byrjaðan sólarhring og næstu 7 daga er greitt 1.350 kr. Eftir 14 daga lækkar gjaldið niður í 1.200 kr. á sólarhring. Ef ekki er greitt fyrir stæðið 48 klst. frá útkeyrslu berst reikningur í heimabanka að viðbættu 1.490 kr. þjónustugjaldi.

Dagar Verð Verð á dag
1 dagur 1.750 1.750
2 dagar 3.500 1.750
3 dagar 5.250 1.750
4 dagar 7.000 1.750
5 dagar 8.750 1.750
6 dagar 10.500 1.750
7 dagar 12.250 1.750
8 dagar 13.600 1.350
9 dagar 14.950 1.350
10 dagar 16.300 1.350
11 dagar 17.650 1.350
12 dagar 19.000 1.350
13 dagar 20.350 1.350
14 dagar 21.700 1.350
15 dagar 22.900 1.200
16 dagar 24.100 1.200
17 dagar 25.300 1.200
18 dagar 26.500 1.200
19 dagar 27.700 1.200
20 dagar 28.900 1.200
21 dagur 30.100 1.200

Númeraplötuvöktun á bílastæðum Isavia Innanlandsflugvalla

Tekin er ljósmynd af númeraplötu bíls þegar þú keyrir inn og út af bílastæði. Bílnúmer eru skráð og tímasetning inn- og útkeyrslu.
Hægt er að greiða í gegnum Autopay app í allt að 24 tímum eftir að keyrt er út af stæði. Sé ekki greitt fyrir stæðið fyrir þann tíma er kennitölu eiganda bílsins flett upp og sendur á hann reikningur beint í heimabanka.
Af hverju er gögnum safnað og á grunni hvaða heimildar?
Gögnum er safnað í þeim tilgangi að innheimta gjald vegna notkunar á bílastæðum. Vinnslan er nauðsynleg til þess að uppfylla samning, þ.e.a.s. veita þjónustuna og innheimta gjald fyrir.
Hversu lengi eru upplýsingar geymdar?
Ljósmyndir af bílnúmeraplötum eru geymdar í 90 daga eftir að ekið er af bílastæðinu.
Deilum við upplýsingunum þínum með öðrum?
Upplýsingunum er deilt með Isavia ohf., sem sér um rekstur kerfisins og Autopay Technologies sem eru vinnsluaðilar okkar. Upplýsingum er jafnframt deilt með þeim aðilum sem þú velur að nota til að greiða fyrir bílastæðið, þ.e.a.s. Autopay Technologies eða Parka.
Hvar eru upplýsingar geymdar?
Upplýsingarnar eru geymdar á vefþjónum sem staðsettir eru innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES).

Upplýsingar varðandi aðra myndavélanotkun Isavia Innanlandsflugvalla

Isavia Innanlandsflugvellir er ábyrgðaraðili rafrænnar vöktunar sem viðhefst með eftirlitsmyndavélum hjá innanlandsflugvöllum.
Megintilgangur rafrænnar vöktunar er öryggi, eignavarsla og flugvernd. Myndefni sem til verður kann þó einnig að vera nýtt til að hafa eftirlit með nýtingu mannvirkja og vegna þróunar og breytinga á þeim. Þá kann myndefni einnig að vera nýtt við þjálfun starfsfólks. Þegar myndefni er nýtt til annars en öryggis, eignavörslu og flugverndar er leitast við að einstaklingar séu ekki persónugreinanlegir. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun er lagaskylda sem hvílir á okkur, m.a. vegna flugverndar og hins vegar  vegna lögmætra hagsmuna Isavia Innanlandsflugvalla af því að viðhafa öryggis- og eignavörslu, stuðla að þróun flugvallanna, bæta þjónustu og vegna þjálfunar starfsfólks.

Myndefni er aðgengilegt þröngum hópi starfsfólks. Vinnsluaðili kann að fá takmarkaðan aðgang vegna villugreininga og uppfærslna (Dallmeier) og vegna aðstoðar við rekstur (Isavia ohf.). Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamáls.
Þegar unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina má sjá í sumum tilvikum einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Einstaklingur getur átt rétt á að skoða myndefni þar sem hægt er að bera kennsl á viðkomandi. Einnig á sá aðili rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra.
Efnið er varðveitt í 30 daga nema í afmörkuðum tilvikum þegar lög heimila lengri varðveislutíma.

Bent er á að aðrir rekstraraðilar á flugvöllum innanlands kunna einnig að viðhafa rafræna vöktun í sinni starfsemi. Rafræn vöktun þeirra er ekki á ábyrgð Isavia Innanlandsflugvalla.