AKUREYRARFLUGVÖLLUR
Akureyrarflugvöllur er millilandaflugvöllur, staðsettur á leirunum við ósa Eyjafjarðarár sunnan Akureyrar. Völlurinn var tekinn í notkun árið 1954.
Hann er opinn frá klukkan 07:00 til 23:00 alla daga ársins, utan þess tíma er útkallsvakt á allri þjónustu. Opið er fyrir sjúkra- og neyðarflug en þó þarf að biðja um þjónustu fyrir hvert flug. Vegna beiðni um þjónustu fyrir annað flug má sjá upplýsingar í AIP handbók.
Flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli og umdæmisstjóri á Norðurlandi er Hjördís Þórhallsdóttir.
Kort
Sjáðu staðsetningu flugvallarins hér á korti. Það er ýmislegt í boði í nærumhverfi flugvallanna, áhugaverðir staðir og þjónusta.