
MÆTING
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun.
INNRITUN
Innritun fer fram í flugstöð Akureyrarflugvallar. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.
- Innritun fyrir millilandaflug hefst 2 klst fyrir brottför
- Innritun fyrir millilandaflug lokar 45 mín fyrir brottför
- Innritun fyrir innalandsflug lokar 15 mín fyrir brottför