
FLUG TIL REYKJAVÍKUR OG TENGING VIÐ MILLILANDAFLUG
Icelandair flýgur nokkrum sinnum á dag á milli Akureyrar og Reykjavíkur.
Samstarf er á milli Icelandair og Norlandair og því hægt að bóka flug á einum miða frá Reykjavík til Grímseyjar, Vopnafjarðar eða Þórshafnar, með millilendingu á Akureyri.