
MÆTING
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun. Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug.
INNRITUN
Innritun fer fram í flugstöð Ísafjarðarflugvallar. Air Iceland Connect býður upp á netinnritun á www.icelandair.is.
Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.