
MÆTING OG INNRITUN
Við mælum með því að farþegar mæti tímanlega fyrir flug til þess að forðast biðraðir og svo flugfélagið haldi áætlun.
Gott er að mæta á flugvöllinn um það bil 60 mínútum fyrir flug. Innritun í flug fer fram í flugstöðinni. Við minnum farþega á að hafa ávallt persónuskilríki meðferðis.

SÉRAÐSTOÐ
Farþegum sem nota hjólastól eða þurfa séraðstoð er bent á að hafa samband við Flugfélagið Erni. Gott er að láta vita af sér fyrirfram til þess að tryggja að þjónustan gangi hratt og vel fyrir sig.