REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR
Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Völlurinn er staðsettur í Vatnsmýrinni, stutt frá miðborg Reykjavíkur.
Völlurinn er einn af fjórum alþjóðlegum flugvöllum á Íslandi og er nokkur millilandaumferð um hann þó mestur hluti umferðarinnar sé innanlandsflug. Alls fara um 500 þúsund farþegar völlinn á hverju ári.
Tvær brautir eru á vellinum, 01/19 sem er 1.567 metrar og 13/31 sem er 1.230 metrar.
Flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru opnar frá 07:00 - 23:00 virka daga og 08:00 - 23:00 laugardaga, sunnudaga og almenna frídaga
Flugvallarstjóri á Reykjavíkurflugvelli og umdæmisstjóri á Suðurlandi er Viðar Jökull Björnsson.
Kort
Sjáðu staðsetningu flugvallarins hér á korti. Það er ýmislegt í boði í nærumhverfi flugvallanna, áhugaverðir staðir og þjónusta.