Hoppa yfir valmynd
24.1.2025
Þjálfun í slökkvistörfum á Reykjavíkurflugvelli

Þjálfun í slökkvistörfum á Reykjavíkurflugvelli

Daglegur rekstur flugvalla breytist eftir árstíðum og þurfa starfsmenn að vera tilbúnir í þau verkefni sem fylgja, svo sem slætti að sumri og snjómokstri á vetri. Árið um kring eru einnig haldnar reglulegar æfingar í slökkvi- og björgunarþjónustu til að tryggja sem best öryggi á flugvöllunum. Þessa dagana fer fram lokaþjálfun og prófun nýrra starfsmanna í slökkvistörfum á Reykjavíkurflugvelli og voru þeir æfðir í að slökkva brennandi bíl á æfingasvæði flugvallarins við Skerjafjörð.

Allir áætlunarflugvellir eru búnir slökkvibifreiðum, björgunarkerrum og nauðsynlegum tækjum fyrir viðhald og skoðun brauta, sem undirstrikar skuldbindingu Isavia Innanlandsflugvalla til öryggis og þjónustu.