21.11.2024
Flugferlar við Akureyrarflugvöll
Isavia Innanlandsflugvellir og Isavia ANS settu af stað þróunarverkefni árið 2022 til að skoða úrbótaleiðir sem myndu taka við ratsjáraðflugi við Akureyrarflugvöll og hefur verkefnið verið unnið í góðri samvinnu við innlenda flugrekendur. Er nú verið að ljúka hönnun þeirra en ferlið er flókið og þá þarf að staðfesta, ljúka flugprófunum, fara yfir öryggisferla flugumferðarþjónustu og fá samþykki Samgöngustofu. Stefnt er að gildistöku flugferlanna þann 15. maí næstkomandi eða í síðasta lagi um sumarið 2025.