Hoppa yfir valmynd
28.3.2025
Nemendur við Háskóla Íslands í heimsókn

Nemendur við Háskóla Íslands í heimsókn

Í vikunni fengu Innanlandsflugvellir góða heimsókn frá alþjóðlegum hópi nemenda sem stundar nám við umhverfis- og byggingaverkfræðideild HÍ. Sigrún Björk, framkvæmdastjóri, kynnti stuttlega fyrirtækið og starfsemi þess og þá fór Ólafur Rafn,verkefnastjóri framkvæmda, yfir nýafstaðnar framkvæmdir á Akureyrarflugvelli þar sem stækkað flughlað og ný milliflugsálma voru opnuð á síðasta ári. Umdæmastjóri á Egilsstaðaflugvelli, Ásgeir Harðarson, kynnti fyrir hópnum undirbúning að akbrautarverkefni ásamt malbikunarverkefni á flugbrautinni sem þar stendur yfir og að lokum sagði Björn Hjartarson, verkefnastjóri framkvæmda, frá spennandi verkefni sem einnig er í undirbúningi en stefnt er að því að setja upp fjarstýrðan flugturn á Reykjavíkurflugvelli. Margar spurningar og góðar umræður spunnust um málefni innanlandsflugvalla hjá þessum áhugasama hópi nemenda og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.