Hoppa yfir valmynd

Störf í boði hjá innanlandsflugvöllum

Innanlandsflugvellir

Við hjá Isavia Innanlandsflugvöllum erum reglulega að leita að glaðlyndum einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt með okkur á flugvöllum félagsins. 

Óskað er eftir snyrtilegum einstaklingum sem hafa áhuga á að vinna í fyrirtæki þar sem umhverfi, öryggi og framúrskarandi þjónusta eru höfð að leiðarljósi. 

Gestir okkar og viðskiptafélagar eru bæði íslenskir og erlendir og því gerum við kröfu um góða tungumálafærni í öllum störfum. 

Starfsstöðvar okkar eru um allt land en stærstu starfsstöðvarnar eru í Reykjavík, Akureyri, Egilsstöðum og á Ísafirði. 

Almenn umsókn um starf hjá Isavia Innanlandsflgvöllum kemur ekki í staðin fyrir umsókn um auglýst störf. Almennar umsóknir gilda út almanaksárið, ef þú hefur ekki heyrt frá okkur um áramót og ert enn að leita þér að starfi hvetjum við þig til að endurnýja umsókn þína.

Í samræmi við lög um þjóðskjalasafn er umsóknum eða upplýsingum um umsækjendur í kerfum Isavia ekki eytt.

Sækja um

Við leitum eftir ráða heilsuhrausta og röska einstaklinga til sumarafleysinga við flugvallarþjónustu á Egilsstaðaflugvelli Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.  

Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, viðhald flugvallar og umhverfis hans, viðhald á kjum ásamt önnur tilfallandi verkefni í samráði við vaktstjóra. Unnið er í vaktarvinnu. 

Hæfniskröfur 

  • Bílpróf er skilyrði
  • Meirapróf er kostur
  • Reynsla af slökkvistörfum og vinnuvélapróf er kostur
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Viðkomandi þarf standast læknisskoðun ásamt  þrek- og styrktarpróf
  • Góð íslensku- og enskukunnátta

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Harðarson umdæmisstjóri, [email protected]. 

Umsóknarfrestur er til 16. mars.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til sækja um. 

Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. 

Sækja um