Innanlandsflugvellir
Við leitum eftir metnaðarfullum leiðtoga sem hefur framúrskarandi samskipta- og stjórnunarhæfni og frumkvæði til að takast á við fjölbreyttar áskoranir í síbreytulegu umhverfi. Viðkomandi kemur til með að hafa daglega verkstjórn á starfsemi flugvallarþjónustu, ásamt að sjá um eftirlit og viðhald á flugvallarmannvirkjum og tækjum. Viðkomandi hefur umsjón með og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna og sinnir flugverndar-, björgunar- og slökkviþjónustu.
Helstu verkefni
- Samræming og hvatning starfsfólks til að ná sameiginlegum markmiðum
- Vinnur að uppbyggilegri menningu innan deildarinnar, í samráði við aðra stjórnendur
- Eftirlit og/eða viðhald með: Yfirborði flug- og akbrauta og hlaða, öðrum athafnasvæðum, vél- og tækjabúnaði, mannvirkjum, umhverfi flugleiðsögubúnaðar, flugvallarljósabúnaði, dýralífi, öryggissvæðum flugbrauta, aðskotahlutum (FOD), merkingum og skiltum á athafnasvæðum.
- Framkvæmd á fuglafælingu, snjóhreinsun og hálkuvörnum, reglubundnum skoðunum á flugvallarsvæðinu. Skráning atvika og útgáfa flugupplýsinga í viðeigandi kerfum.
- Sinna flugverndarhlutverki s.s. öryggisleit, eftirlit með óviðkomandi umferð um flugvallarsvæðið, girðingum og hliðum allan sólarhringinn.
- Hlutverk samkvæmt flugslysaáætlun og neyðaráætlun flugverndar.
- Að sinna björgunar- og slökkviþjónustu.
- Hefur daglegt samráð og samvinnu við hluteigandi starfsmenn um verkefni sem fyrir liggja.
Hæfniskröfur
- Reynsla af stjórnun er kostur
- Meirapróf og vinnuvélapróf skilyrði
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Þekking á björgunar- og slökkviþjónustu og / eða flugvernd æskileg
- Framúrskarandi hæfni í samskiptum, samvinnu og skipulagi
- Vilji til að mynda góða liðsheild
- Góð þjónustulund, lausnamiðuð hugsun og jákvæðni
- Góð tölvukunnátta
- Góð tök á íslenskri og enskri tungu
- Standast þarf læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarpróf
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2024
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson þjónustustjóri í netfang [email protected]
Við leitum eftir að ráða einstaklinga á Reykjavíkurflugvöll og unnið er í dagvinnu frá kl. 07 – 19 alla daga vikunnar (vaktavinna). Helstu verkefni eru flugverndargæsla, viðhald og umhirða flugvallarmannvirkja sem og tækja, björgunar- og slökkviþjónusta, vetrarvinna á flugbrautum ásamt skráningum af ýmsum toga í viðeigandi upplýsingakerfi. Umsækjendur þurfa að sitja námskeið í flugvernd áður en þeir hefja störf.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi í spennandi og skemmtilegu starfsumhverfi.
Hæfniskröfur
- Meirapróf er skilyrði
- Aukin ökuréttindi og vinnuvélaréttindi eru kostur
- Reynsla af slökkvistörfum er kostur
- Viðkomandi þarf að standast læknisskoðun ásamt þrek- og styrktarpróf
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð tölvukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2024
Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.
Nánari upplýsingar veitir Guðjón Ingi Guðmundsson þjónustustjóri í netfang [email protected]
Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.