Um okkur
Verkefni okkar á flugvöllum um allt land styðjast við gildandi fimm ára samgönguáætlun hverju sinni, sem leggur línurnar fyrir mikilvægar framkvæmdir og viðhaldsverkefni. Áhersla er lögð á viðhald flugbrauta, akbrauta og hlaða, ásamt endurnýjun og viðhaldi flugleiðsögubúnaðar, svo sem ljósabúnaðar, senda, stefnuvita og bygginga. Þetta nær yfir flugstöðvar og þjónustuhús sem nýtast í daglegri starfsemi.
Við uppfærum og endurskoðum flugferla reglulega fyrir alla flugvelli og lendingarstaði í landinu, og veitum nýjustu upplýsingar í Flugmálahandbók Íslands. Hægt er að nálgast ítarlegri upplýsingar um hvern flugvöll á hans á viðkomandi undirsíðu.
Daglegur rekstur flugvalla breytist eftir árstíðum. Á sumrin er unnið að slætti, fuglafælingum og girðingarvinnu og minni háttar viðhaldi. Á veturna er einblínt á snjómokstur, söndun, hálkuvarnir og viðhald á tækjum og búnaði. Reglulegar æfingar í slökkvi- og björgunarþjónustu eru gerðar allt árið um kring til að tryggja öryggi á flugvöllum.
Allir áætlunarflugvellir eru búnir slökkvibifreiðum, björgunarkerrum og nauðsynlegum tækjum fyrir viðhald og skoðun brauta, sem undirstrikar okkar skuldbindingu til öryggis og þjónustu.
Yfirstjórn Innanlandsflugvalla
Yfirstjórn Innanlandsflugvalla er staðsett á Reykjavíkurflugvelli, Nauthólsvegi 60, þar sem hún sinnir fjölbreyttum og mikilvægum verkefnum í daglegum rekstri.
Helstu verkefni:
- Rekstrarumsjón: Fylgjast með og styðja við daglegan rekstur umdæma, ásamt uppgjöri þjónustusamnings og framkvæmd samgönguáætlunar.
- Verklegar framkvæmdir: Umsjón með stærri verklegum framkvæmdum, þar með talið viðhalds- og nýframkvæmdir, ásamt ástandsskoðunum og mati á flugvöllum og lendingarstöðum.
- Flugvernd: Tryggja að flugvernd á alþjóðaflugvöllum uppfylli kröfur á sviði flugverndar.
- Öryggismál: Heildarskipulagning, samhæfing og stefnumörkun öryggisstjórnunarkerfis Isavia Innanlandsflugvalla, í samræmi við landslög og alþjóðlegar skuldbindingar.
Lykilstarfsfólk
Sigrún Björk Jakobsdóttir - framkvæmdastjóri
Sólveig Þrastardóttir - fjármálastjóri
Björn Hjartarson - verkefnastjóri framkvæmda
Dieudonné Gerritsen - flugverndarstjóri
Ólafur Rafn Brynjólfsson - verkefnastjóri framkvæmda
Sigríður Alma Gunnsteinsdóttir - sérfræðingur í rekstrarlegum málefnum
Vilborg Magnúsdóttir - öryggis- og gæðastjóri