Hoppa yfir valmynd
17.1.2025
Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldið í Kórnum

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldið í Kórnum

Árlegri viku ferðaþjónustunnar er nú lokið með Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna sem haldin voru í Kórnum í Kópavogi. Yfir 1000 manns sækja sýninguna sem er mikilvægur kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni, með um 250 sýnendur sem koma frá öllum landshlutum.

Hér má sjá meira um Mannamót á síðu Markaðsstofa landshlutanna.

Arnheiður Jóhannsdóttir er talsmaður Markaðsstofa landshlutanna: „Ferðaþjónustan er byggð upp af öflugu fólki, frumkvöðlum sem hafa sýnt af sér mikla þrautseigju og hugmyndaauðgi. Þessi hópur sem kemur úr öllum áttum er grunnurinn að stærstu atvinnugrein landsins þegar horft er til landsframleiðslu. Þessi atvinnugrein skilar ekki eingöngu verðmætum inn í landið heldur byggir upp mikil lífsgæði fyrir íbúa með uppbyggingu þjónustu um allt land.“

Sjá meira hér 

Innanlandsflugvellir eru stoltir samstarfsaðilar að Mannamótum og voru fulltrúar þeirra mætt á staðinn til að spjalla og heyra af fyrirtækjum sem mörg hver nýta sér flugvelli landsins í starfsemi sinni enda mikilvægur samgöngumáti bæði sem gátt til landsins og ferðalaga innanlands.