Hoppa yfir valmynd

Meðferð persónuupplýsinga hjá Isavia

Isavia leggur áherslu á örugga og ábyrga meðferð persónuupplýsinga. Isavia leitast við að takmarka vinnslu persónuupplýsinga eins og hægt er og safnar ekki persónuupplýsingum umfram það sem nauðsynlegt er.

Öll vinnsla á persónuupplýsingum, þ.m.t. öflun, skráning, vistun og meðferð þeirra á vegum Isavia, lýtur lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga og öðrum reglum sem settar hafa verið á grundvelli persónuverndarlaga („persónuverndarlög“).

Isavia gætir þess að sú vinnsla persónuupplýsinga sem Isavia hefur með höndum, sem ábyrgðaraðili vinnslu, sé í samræmi við persónuverndarlög.

Hér að neðan er að finna upplýsingar um söfnun og vinnslu persónuupplýsinga í gegnum vef Isavia og vegna eftirlitsmyndavéla á Keflavíkurflugvelli. Hér að neðan er einnig að finna upplýsingar um réttindi þín og hvernig þú getur nýtt þau.

Persónuverndarfulltrúi Isavia hefur eftirlit með því að farið sé eftir lögum og reglum um persónuvernd í starfsemi félagsins. Fyrirspurnum, athugasemdum og ábendingum varðandi persónuupplýsingar og persónuvernd er unnt að beina á personuvernd@isavia.is

Isavia innanlandsflugvellir er ábyrgðaraðili rafrænnar vöktunar sem viðhefst með eftirlitsmyndavélum hjá innanlandsflugvöllum.
Megintilgangur rafrænnar vöktunar er öryggi, eignavarsla og flugvernd. Myndefni sem til verður kann þó einnig að vera nýtt til að hafa eftirlit með nýtingu mannvirkja og vegna þróunar og breytinga á þeim. Þá kann myndefni einnig að vera nýtt við þjálfun starfsfólks. Þegar myndefni er nýtt til annars en öryggis, eignavörslu og flugverndar er leitast við að einstaklingar séu ekki persónugreinanlegir. Heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem til verða við rafræna vöktun er lagaskylda sem hvílir á okkur, m.a. vegna flugverndar og hins vegar  vegna lögmætra hagsmuna Isavia Innanlandsflugvalla af því að viðhafa öryggis- og eignavörslu, stuðla að þróun flugvallanna, bæta þjónustu og vegna þjálfunar starfsfólks.

Myndefni er aðgengilegt þröngum hópi starfsfólks. Vinnsluaðili kann að fá takmarkaðan aðgang vegna villugreininga og uppfærslna (Dallmeier) og vegna aðstoðar við rekstur (Isavia ohf.). Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur verið afhent lögreglu. 
Þegar unnið er með myndefni sem verður til við vöktunina má sjá í sumum tilvikum einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Einstaklingur getur átt rétt á að skoða myndefni þar sem hægt er að bera kennsl á viðkomandi. Einnig á sá aðili rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra.
Efnið er varðveitt í 30 daga nema í afmörkuðum tilvikum þegar lög heimila lengri varðveislutíma.

Bent er á að aðrir rekstraraðilar á flugvöllum innanlands kunna einnig að viðhafa rafræna vöktun í sinni starfsemi. Rafræn vöktun þeirra er ekki á ábyrgð Isavia Innanlandsflugvalla.