Hoppa yfir valmynd
30.6.2022
Miðnæturhlaup Reykjavíkurflugvallar haldið í annað sinn

Miðnæturhlaup Reykjavíkurflugvallar haldið í annað sinn

Um hundrað manns tóku þátt í Miðnæturhlaupi Reykjavíkurflugvallar sem fór fram í gær á Reykjavíkurflugvelli. Upphaflega stóð til að hlaupið yrði af stað frá flugbraut klukkan 23:30 en flýta þurfti rástíma vegna sjúkraflugs. Hlauparar voru þó búnir undir að rýma brautina og færa sig yfir á akbraut og fara þaðan aftur að upphafsstað hlaupsins. Í kjölfarið var hlaupinn einn hringur, rúmlega 3.5 kílómetrar, og því hlupu eflaust margir hraðar en stóð til. Þetta er í annað sinn sem hlaupið er haldið en það var haldið í fyrsta sinn í fyrra í tilefni 80 ára afmæli Reykjavíkurflugvallar.

Hlauparar þurftu að vera í sýnileikavestum eða skærlitum fatnaði af öryggisástæðum en flugvöllurinn var lokaður fyrir annað en sjúkra- og neyðarflugi.

Engin formleg tímataka var í hlaupinu og því enginn krýndur sigurvegari. Fyrst kvenna til að ljúka hlaupinu var Salomé Grímsdóttir en Sylwester Kalucki og Adrian Graczyk komu á sama tíma fyrstir í mark karlameginn. Dregið var um þátttökuverðlaun í hlaupinu og fengu nokkrir hlauparar glaðning að launum.