Ráðherrar Norðurlandanna lentu á Reykjavíkurflugvelli í tilefni af þingi Norðurlandaráðs
Mikið skipulag var í kringum komu ráðherra Norðurlandanna, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, sem lentu með 3 mínútna millibili á Reykjavíkurflugvelli síðdegis 28. október. Sérstakar móttökunefndir tóku á móti ráðherrunum og fylgdarliði þeirra sem ekið var burt í einni bílalest frá flugvellinum en viðburðurinn var vel undirbúinn í samstarfi lögreglu og starfsfólks Innanlandsflugvalla á Reykjavíkurflugvelli.