Hoppa yfir valmynd
23.4.2025
Umfjöllun á Vísi um Akureyrarflugvöll og aukningu í flugi þaðan til útlanda

Umfjöllun á Vísi um Akureyrarflugvöll og aukningu í flugi þaðan til útlanda

Í greininni sem birtist á Vísi er fjallað um þættina Flugþjóðina og vígsla flugvallarins á Akueryri rifjuð upp ásamt stækkun flughlaðs sem fagnað var í desember síðastliðnum á 70 ára afmæli vallarins.

Stöðug aukning hefur verið í millilandaflugi frá Akureyri og hafa í vetur verið að meðaltali sjö áætlunarflug á viku til útlanda auk leiguflugs. Flugvöllurinn er mikilvægur fyrir samfélagið á Norðurlandi og ferðaþjónustuna þar en farþegafjöldi um völlinn nálgast þann fjölda sem fer um Reykjavíkurflugvöll ár hvert.

Lesa má fréttina hér og sjá umfjöllun í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 22. apríl en þættirnir Flugþjóðin eru einnig sýndir þar.